Innlent

Óheimilt að rukka um gistingu á sjúkrahóteli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fosshótel í Reykjavík. Mynd/ Vilhelm.
Fosshótel í Reykjavík. Mynd/ Vilhelm.
Landspítalanum er óheimilt að rukka fyrir þjónustu á sjúkrahóteli við Rauðarárstíg sem rekinn er samkvæmt þjónustusamningi Landspítalans og Fosshótela ehf.

Þetta kemur fram í nýju áliti Umboðsmanns Alþingis sem skrifað var eftir að karlmaður sem dvaldi á hótelinu í tvær nætur í apríl 2007 kvartaði undan gjaldinu. Maðurinn, sem dvaldi á hótelinu eftir bílslys, gisti á hótelinu í fjóra daga og greiddi 10 þúsund krónur fyrir það.

Umboðsmaður Alþingis beinir þeim tilmælum til heilbrigðisráðuneytisins að gerðar verði viðeigandi ráðstafanir til að endurskoða lagagrundvöll þeirrar gjaldtöku sem byggt er á í þjónustusamningi Landspítalans og Fosshótela ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×