Fótbolti

Donovan: Ætla ekki að biðja Beckham afsökunar

Ómar Þorgeirsson skrifar
Landon Donovan.
Landon Donovan. Nordic photos/AFP

Bandaríski landsliðsmaðurinn Landon Donovan ætlar ekki að biðja David Beckham afsökunar á orðum sínum um að Englendingurinn og liðsfélagi hans hjá LA Galaxy væri lélegur fyrirliði og væri alls ekki nógu vinnusamur fyrir liðið.

„Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á skoðunum mínum. Þetta eru bara hlutirnir eins og ég sé þá. Ég sé aftur á móti eftir því að hafa ekki farið fyrst til Beckham og sagt honum hvað mér finnist um spilamennsku hans hjá LA Galaxy í stað þess að segja það við blaðamann," segir Donovan í viðtali við Los Angeles Times.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×