Íslenski boltinn

Sam Tillen tryggði Fram sigurinn beint úr hornspyrnu

Sam Tillen er spyrnumaður góður.
Sam Tillen er spyrnumaður góður. Mynd/Anton

Sam Tillen skoraði sigurmark Fram 3-2 sigri á HK í Lengjubikarnum í fótbolta í kvöld en markið skoraði hann beint úr horni þrettán mínútum fyrir leikslok.

HK komst í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum Harðar Magnússonar og Rúnars Más Sigurjónssonar.

Viðar Guðjónsson og Almarr Ormarsson jöfnuðu leikinn fyrir Framarar í seinni hálfleik áður Sam Tillen skoraði sigurmarkið.

Þetta voru fyrstu stig Framara í B-riðli en þeir eru í 4. sæti með jafnmörg stig og HK sem er í 3. sætinu. Markatala HK er 4-4 en 3-4 hjá Fram.

Fylkir og Leiknir skildu jöfn, 2-2 í hinum leik kvöldsins í Lengjubkarnum þar sem Hermann Aðalgeirsson jafnaði leikinn í lokin fyrir Fylki. Jafnteflið nægði Leikni til þess að komast í toppsætið í C-riðli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×