Enski boltinn

Parker sagður á leið til City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Scott Parker í leik með West Ham.
Scott Parker í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images
Scott Parker er sagður á leið til Manchester City frá West Ham samkvæmt heimildum Sky Sports.

Ef rétt er yrði Parker fyrsti leikmaðurinn sem er seldur frá West Ham í janúarmánuði. Gianfranco Zolo, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur ítrekað sagt að hann ætli sér ekki að selja neina af lykilmönnum liðsins og að hann hafi fengið fullvissu eigenda félagsins að svo verði ekki gert.

Eigandi West Ham er Björgólfur Guðmundsson sem er sagður í miklum fjárhagsvandræðum.

Parker er með 70 þúsund pund í vikulaun hjá West Ham og er sagður fá enn hærri laun hjá Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×