Enski boltinn

Jovanovic hafnaði Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Milan Jovanovic, til hægri, í leik með serbneska landsliðinu.
Milan Jovanovic, til hægri, í leik með serbneska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Serbneski landsliðsmaðurinn Milan Jovanovic hefur greint frá því að hann hafnaði tilboði frá Everton.

Jovanovic leikur með Standard Liege í Belgíu og skoraði gegn Everton þegar liðin mættust í UEFA-bikarkeppninni fyrr á leiktíðinni.

En Jovanovic sagði ástæðuna fyrir ákvörðun sinni einfalda. „Everton er ekki stór klúbbur," sagði hann í samtali við serbneska fjölmiðla. „Ég hef þegar hafnað því félagi."

Aston Villa hefur einnig verið orðað við Jovanovic.

„Annað félag sem hefur áhuga á mér er á meðal efstu fjögurra liðanna í Englandi," sagði hann en sem stendur er Aston Villa í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×