Innlent

Meira kannabis tekið á þremur mánuðum en þremur árum

Afbrotatölfræði fyrir marsmánuð hefur nú verið birt á vef ríkislögreglustjóra. Þar kemur m.a. fram að fyrstu þrjá mánuði ársins 2009 hefur lögreglan lagt hald á 6.001 kannabisplöntu sem er 23% meira en samanlagt magn kannabisplantna sem lögreglan haldlagði á árunum 2005-2008.

Í síðastliðnum marsmánuði var tilkynnt um 1.266 hegningarlagabrot og hafa þau ekki verið svo mörg síðastliðin fjögur ár.

Umferðarlagabrot voru 3.574 sem er nánast sami fjöldi og í mars 2005 en fækkun ef litið er til marsmánaða 2006-2008. Fíkniefnabrot voru færri en síðustu ár, eða 123 talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×