Erlent

Þrjátíu féllu í einni árás á Gaza

MYND/AP

Vitni hafa greint fulltrúum Sameinuðu þjóðanna á Gaza-svæðinu frá því að Ísraelar hafi fellt þrjátíu Palestínumenn í einni árás á hús í Gaza-borg fyrr í vikunni. Þessi sömu vitni segja að ísraelskir hermenn hafi flutt um hundrað Palestínumenn í húsið skömmu áður.

Helmingur hópsins hafi verið börn. Ísraelsher hafi því vitað að fjölmargir almennir borgara væru í húsinu þegar skothríð hófst. Ísraelsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um ásakanirnar og segja málið í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×