Erlent

Tveir létust þegar sviðsþak hrundi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Slökkviliðsstjóri Marseille ræðir við fjölmiðla eftir slysið.
Slökkviliðsstjóri Marseille ræðir við fjölmiðla eftir slysið.

Tveir létust þegar þak á sviði, sem verið var að reisa fyrir tónleika Madonnu í Marseille í Frakklandi, hrundi skyndilega í gær. Að auki eru átta manns slasaðir. Fjórir kranar voru að hífa þakið upp þegar einn þeirra fór á hliðina. Við það kom slagsíða á hina þrjá og þakið féll niður með fyrrgreindum afleiðingum. Haft var samband við Madonnu, sem var að ljúka tónleikum á Ítalíu, og er hún miður sín vegna slyssins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×