Umfjöllun: Fylkir í annað sætið eftir sigur á KR Elvar Geir Magnússon skrifar 17. ágúst 2009 16:09 Mynd/Daníel Fylkismenn gerðu góða ferð í Vesturbæinn í kvöld og unnu hreint frábæran sigur á KR-ingum 4-2. Markalaust var í hálfleik en sex mörk voru á boðstólnum í seinni hálfleik. KR-ingar spiluðu betur í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að finna leið framhjá Ólafi Þór Gunnarssyni í marki Fylkis. Baldur Sigurðsson fékk tvö dauðafæri sem ekki nýttust og þá bjargaði Einar Pétursson, varnarmaður Fylkis, á línu eftir skot Atla Jóhannssonar. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega og Fylkir náði forystunni þegar Albert Brynjar Ingason átti sendingu fyrir en Mark Rutgers, varnarmaður KR, setti boltann í eigið mark. Virkilega klaufalegt. KR-ingar voru áttavilltir og fengu síðan annað mark í andlitið stuttu seinna en þá skoraði Albert Brynjar. KR-ingar komu til baka og náðu að jafna í 2-2. Guðmundur Benediktsson skoraði með föstu skoti beint úr aukaspyrnu og svo jafnaði Björgólfur Takefusa úr vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að togað var í Björgólf í teignum. Fylkismenn mótmæltu harðlega en ákvörðun dómarans að dæma víti var hárrétt. Fylkismönnum þyrsti meira í sigurinn og á 79. mínútu lagði Jóhann Þórhallsson upp mark fyrir Ingimund Níels Óskarsson, fyrrum leikmann KR. Það kom mörgum á óvart þegar KR ákváðu að sleppa Ingimundi í Fylki og sveið mörgum sárt að sjá hann ganga frá leiknum í kvöld. Hann skoraði síðan sjötta og síðasta mark leiksins eftir sendingu Halldórs Hilmissonar á lokamínútunni. Glæsilegur sigur Fylkis en liðið lék eins og það hefur gert í nánast allt sumar, af miklum krafti og ótrúlegri baráttugleði. Með þessum sigri komst liðið upp í annað sæti deildarinnar en ýttu KR-ingum sæti neðar. KR - Fylkir 2-4 0-1 Sjálfsmark (48.) 0-2 Albert Brynjar Ingason (53.) 1-2 Guðmundur Benediktsson (56.) 2-2 Björgólfur Takefusa (víti 75.) 2-3 Ingimundur Níels Óskarsson (79.) 2-4 Ingimundur Níels Óskarsson (90.) KR-völlur. Áhorfendur: 1.906 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 7 Skot (á mark): 12-11 (5-5) Varin skot: Hansen 1 - Ólafur 1 Hornspyrnur: 7-4 Rangstöður: 1-1 Aukaspyrnur fengnar: 13-12KR 4-4-2Andre Hansen 5 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Mark Rutgers 3 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 5 Jordao Diogo 4 Gunnar Örn Jónsson 6 (76. Gunnar Kristjánsson -) Baldur Sigurðsson 3 Bjarni Guðjónsson 5 Atli Jóhannsson 4 (59. Óskar Örn Hauksson 4) Guðmundur Benediktsson 8 Björgólfur Takefusa 7Fylkir 4-5-1 Ólafur Þór Gunnarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 7 Einar Pétursson 8 (81. Halldór Hilmisson -) Kristján Valdimarsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 7 Valur Fannar Gíslason 6Ingimundur Níels Óskarsson 8* - Maður leiksins Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7 Ólafur Ingi Stígsson 8 Theodór Óskarsson 4 (66. Pape Faye 6) Albert Brynjar Ingason 6 (71. Jóhann Þórhallsson -) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: KR - Fylkir Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óli Þórðar: KR-ingar sofandi í byrjun seinni hálfleiks Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var í besta skapi eftir sigur hans manna á KR í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað og setja fjögur mörk og ná í þrjú stig," sagði Ólafur. 17. ágúst 2009 21:46 Gummi Ben: Varnarleikurinn til skammar Guðmundur Benediktsson, sóknarmaður KR, segir að Fylkir hafi átt stigin þrjú skilin í kvöld. Árbæingar unnu 4-2 sigur í Vesturbænum eftir markalausan fyrri hálfleik. 17. ágúst 2009 21:54 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Fylkismenn gerðu góða ferð í Vesturbæinn í kvöld og unnu hreint frábæran sigur á KR-ingum 4-2. Markalaust var í hálfleik en sex mörk voru á boðstólnum í seinni hálfleik. KR-ingar spiluðu betur í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að finna leið framhjá Ólafi Þór Gunnarssyni í marki Fylkis. Baldur Sigurðsson fékk tvö dauðafæri sem ekki nýttust og þá bjargaði Einar Pétursson, varnarmaður Fylkis, á línu eftir skot Atla Jóhannssonar. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega og Fylkir náði forystunni þegar Albert Brynjar Ingason átti sendingu fyrir en Mark Rutgers, varnarmaður KR, setti boltann í eigið mark. Virkilega klaufalegt. KR-ingar voru áttavilltir og fengu síðan annað mark í andlitið stuttu seinna en þá skoraði Albert Brynjar. KR-ingar komu til baka og náðu að jafna í 2-2. Guðmundur Benediktsson skoraði með föstu skoti beint úr aukaspyrnu og svo jafnaði Björgólfur Takefusa úr vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að togað var í Björgólf í teignum. Fylkismenn mótmæltu harðlega en ákvörðun dómarans að dæma víti var hárrétt. Fylkismönnum þyrsti meira í sigurinn og á 79. mínútu lagði Jóhann Þórhallsson upp mark fyrir Ingimund Níels Óskarsson, fyrrum leikmann KR. Það kom mörgum á óvart þegar KR ákváðu að sleppa Ingimundi í Fylki og sveið mörgum sárt að sjá hann ganga frá leiknum í kvöld. Hann skoraði síðan sjötta og síðasta mark leiksins eftir sendingu Halldórs Hilmissonar á lokamínútunni. Glæsilegur sigur Fylkis en liðið lék eins og það hefur gert í nánast allt sumar, af miklum krafti og ótrúlegri baráttugleði. Með þessum sigri komst liðið upp í annað sæti deildarinnar en ýttu KR-ingum sæti neðar. KR - Fylkir 2-4 0-1 Sjálfsmark (48.) 0-2 Albert Brynjar Ingason (53.) 1-2 Guðmundur Benediktsson (56.) 2-2 Björgólfur Takefusa (víti 75.) 2-3 Ingimundur Níels Óskarsson (79.) 2-4 Ingimundur Níels Óskarsson (90.) KR-völlur. Áhorfendur: 1.906 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 7 Skot (á mark): 12-11 (5-5) Varin skot: Hansen 1 - Ólafur 1 Hornspyrnur: 7-4 Rangstöður: 1-1 Aukaspyrnur fengnar: 13-12KR 4-4-2Andre Hansen 5 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Mark Rutgers 3 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 5 Jordao Diogo 4 Gunnar Örn Jónsson 6 (76. Gunnar Kristjánsson -) Baldur Sigurðsson 3 Bjarni Guðjónsson 5 Atli Jóhannsson 4 (59. Óskar Örn Hauksson 4) Guðmundur Benediktsson 8 Björgólfur Takefusa 7Fylkir 4-5-1 Ólafur Þór Gunnarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 7 Einar Pétursson 8 (81. Halldór Hilmisson -) Kristján Valdimarsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 7 Valur Fannar Gíslason 6Ingimundur Níels Óskarsson 8* - Maður leiksins Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7 Ólafur Ingi Stígsson 8 Theodór Óskarsson 4 (66. Pape Faye 6) Albert Brynjar Ingason 6 (71. Jóhann Þórhallsson -) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: KR - Fylkir
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óli Þórðar: KR-ingar sofandi í byrjun seinni hálfleiks Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var í besta skapi eftir sigur hans manna á KR í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað og setja fjögur mörk og ná í þrjú stig," sagði Ólafur. 17. ágúst 2009 21:46 Gummi Ben: Varnarleikurinn til skammar Guðmundur Benediktsson, sóknarmaður KR, segir að Fylkir hafi átt stigin þrjú skilin í kvöld. Árbæingar unnu 4-2 sigur í Vesturbænum eftir markalausan fyrri hálfleik. 17. ágúst 2009 21:54 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Óli Þórðar: KR-ingar sofandi í byrjun seinni hálfleiks Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var í besta skapi eftir sigur hans manna á KR í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað og setja fjögur mörk og ná í þrjú stig," sagði Ólafur. 17. ágúst 2009 21:46
Gummi Ben: Varnarleikurinn til skammar Guðmundur Benediktsson, sóknarmaður KR, segir að Fylkir hafi átt stigin þrjú skilin í kvöld. Árbæingar unnu 4-2 sigur í Vesturbænum eftir markalausan fyrri hálfleik. 17. ágúst 2009 21:54