Íslenski boltinn

Daníel Laxdal: Vorum klaufar

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Daníel Laxdal.
Daníel Laxdal. Mynd/Arnþór
Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar var allt annað en ánægður eftir markalausa jafnteflið gegn Keflavík.

"Þó þetta hafi verið 0-0 þá var þetta fjörugur leikur og mikið um færi. Það var klaufaskapur að nýta ekki okkar færi."

"Það tekur alltaf smá tíma að komast í gang en eitt stig er betra en ekki neitt. Við vildum fá öll stigin og þetta er smá svekkjandi en eitt stig er ákveðin sárabót."

Daníel var ekki sáttur við sinn leik þrátt fyrir að bjarga stigi með frábærri tæklingu í lokin. "Nei, ég gaf eitt dauðafæri og ég á að geta mikið betur. Ég er ekki nógu sáttur."

"Við fengum mörg færi og vorum klaufar að nýta ekki færin. Þeir fá líka færi þannig að kannski er eitt stig á lið sanngjarnt."

"Fólk gleymir því eftir frábæra byrjun að við vorum í fyrstu deild í fyrra. Við reynum að smala sem flestum stigum og þá erum við sáttir," sagði fyrirliði Stjörnunnar að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×