Ræktar tóbak og grasker 25. júní 2009 03:30 Orri Freyr Telur að Íslendingar gætu með tímanum orðið sjálfbær þjóð. Í Skorradal hafa nokkrir starfsmenn Skógræktar ríkisins tekið sig til og gera nú tilraunir með að rækta grasker, tóbak og maís hér á landi. Orri Freyr Finnbogason og samstarfsmenn hans hjá Skógrækt ríkisins stunda ýmis konar tilraunastarfsemi þegar kemur að nytja- og matjurtarækt. Auk þess að rækta hefðbundið grænmeti, líkt og kartöflur og gulrætur, hafa þeir meðal annars gert tilraunir til að rækta tóbak, baunir og maís. „Ég hef verið mikið á Spáni og komst þar í kynni við fólk sem hefur eiginlega sagt sig úr samfélaginu og stundar sjálfsþurftarbúskap í Píreneafjöllunum. Þau voru með sérstakan sáðbanka sem ég fékk aðgang að og ég tók eitthvað af fræjum með mér heim. Mér finnst veður- og gróðurfar þarna í Píreneafjöllunum ekki svo ólíkt því sem gerist hér á Íslandi þannig ég held að það sé ekki spurning að eitthvað af þessum fræjum eigi eftir að vaxa og dafna hér,“ segir Orri Freyr en hann telur að Íslendingar gætu með tíð og tíma orðið næstum sjálfbær þjóð. „Mér þykir samfélagið komið á undarlega braut þegar fólk þarf að vinna átta tíma á dag bara til þess að eiga fyrir mat og húsaskjóli. Þarna er fólk að horfa til aukinna lífsgæða í formi frítíma sem það getur eytt með fjölskyldu og vinum eða til að sinna áhugamálum. Mér fannst þetta mjög heillandi allt,“ segir Orri. Á ferðum sínum um Spán kynntist Orri Freyr ýmsum kynlegum kvistum og bjó meðal annars hjá áttræðum, heyrnalausum manni sem kenndi honum þá hættulegu iðju að veiða villisvín. „Hann kenndi mér meðal annars að búa til villisvínagildrur og hvernig hægt væri að finna þau með því að skoða börkinn á trjánum og rýna í sporin sem þau skilja eftir sig. Villisvín eru mjög hættuleg dýr og maður þarf því að passa sig mjög vel við veiðarnar, en kjötið af þeim er algjört lostæti.“ Aðspurður segir Orri að honum hafi ekki þótt erfitt að aðlaga sig að breyttum lifnaðarháttum en að honum hafi þótt erfiðast að vera án rennandi vatns. „Ég saknaði heita vatnsins og stundum gat orðið ansi kalt, en þetta venst eins og allt annað,“ segir Orri að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Sjá meira
Í Skorradal hafa nokkrir starfsmenn Skógræktar ríkisins tekið sig til og gera nú tilraunir með að rækta grasker, tóbak og maís hér á landi. Orri Freyr Finnbogason og samstarfsmenn hans hjá Skógrækt ríkisins stunda ýmis konar tilraunastarfsemi þegar kemur að nytja- og matjurtarækt. Auk þess að rækta hefðbundið grænmeti, líkt og kartöflur og gulrætur, hafa þeir meðal annars gert tilraunir til að rækta tóbak, baunir og maís. „Ég hef verið mikið á Spáni og komst þar í kynni við fólk sem hefur eiginlega sagt sig úr samfélaginu og stundar sjálfsþurftarbúskap í Píreneafjöllunum. Þau voru með sérstakan sáðbanka sem ég fékk aðgang að og ég tók eitthvað af fræjum með mér heim. Mér finnst veður- og gróðurfar þarna í Píreneafjöllunum ekki svo ólíkt því sem gerist hér á Íslandi þannig ég held að það sé ekki spurning að eitthvað af þessum fræjum eigi eftir að vaxa og dafna hér,“ segir Orri Freyr en hann telur að Íslendingar gætu með tíð og tíma orðið næstum sjálfbær þjóð. „Mér þykir samfélagið komið á undarlega braut þegar fólk þarf að vinna átta tíma á dag bara til þess að eiga fyrir mat og húsaskjóli. Þarna er fólk að horfa til aukinna lífsgæða í formi frítíma sem það getur eytt með fjölskyldu og vinum eða til að sinna áhugamálum. Mér fannst þetta mjög heillandi allt,“ segir Orri. Á ferðum sínum um Spán kynntist Orri Freyr ýmsum kynlegum kvistum og bjó meðal annars hjá áttræðum, heyrnalausum manni sem kenndi honum þá hættulegu iðju að veiða villisvín. „Hann kenndi mér meðal annars að búa til villisvínagildrur og hvernig hægt væri að finna þau með því að skoða börkinn á trjánum og rýna í sporin sem þau skilja eftir sig. Villisvín eru mjög hættuleg dýr og maður þarf því að passa sig mjög vel við veiðarnar, en kjötið af þeim er algjört lostæti.“ Aðspurður segir Orri að honum hafi ekki þótt erfitt að aðlaga sig að breyttum lifnaðarháttum en að honum hafi þótt erfiðast að vera án rennandi vatns. „Ég saknaði heita vatnsins og stundum gat orðið ansi kalt, en þetta venst eins og allt annað,“ segir Orri að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Sjá meira