Erlent

Fljúgandi furðuhlutir í brennidepli í Bretlandi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hér eru fyrirbærin á mynd Dereks Burdon. Hann sagði þau ekki sjást með berum augum en þau hefðu komið fram á myndinni engu að síður.
Hér eru fyrirbærin á mynd Dereks Burdon. Hann sagði þau ekki sjást með berum augum en þau hefðu komið fram á myndinni engu að síður. MYND/Derek Burdon

Bretar ræða nú um fljúgandi furðuhluti sem aldrei fyrr. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan bresk stjórnvöld birtu vitnisburði og teikningar fjölda fólks sem sagðist hafa séð slíka hluti og voru óvenjumargar skýrslnanna frá árinu 1989 og margar lýsinganna nokkuð samhljóða.

Nú hefur ljósmynd sem Derek nokkur Burdon tók í London fyrir nokkrum dögum vakið athygli en á henni sjást fjórir disklaga hlutir á himninum, skammt frá útsýnishjólinu The London Eye. Maður sem býr í Paddington-hverfinu segir fyrirbærin þó auðskýrð, þar sé um að ræða lýsingu frá ljóskösturum nærri þinghúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×