Innlent

Neyðarástand í Bandaríkjunum vegna svínaflensunnar

Barack Obama hefur lýst yfir neyðarástandi vegna flensunnar.
Barack Obama hefur lýst yfir neyðarástandi vegna flensunnar.
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna svínaflensunnar í Bandaríkjunum. Þær fregnir hafa borist úr Hvíta húsinu að forsetinn hafi undirritað yfirlýsinguna í gærkvöldi. Með henni verði hægt að grípa til neyðaráætlana sem auka möguleika heilsugæslu á að takast á við útbreiðslu flensunnar. Talið er að um þúsund manns hafi látist í Bandaríkjunum vegna svínaflensunnar.

Hér á Íslandi hafa átta lagst inn á Landspítalann vegna svínaflensunnar síðan í gær og sex hafa útskrifast. Enn liggja sex manns á gjörgæsludeild með svínaflensu. Alls eru því 28 manns sem liggja á Landspítalanum vegna flensunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×