Innlent

Barnaefni fyrir fullorðna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það vekur athygli að foreldrarnir hlæja síst minna en börnin, segir Einar Árnason kvikmyndatökumaður sem fékk þá hugmynd að gefa út Klaufabárðana á Íslandi.

Einar fékk hugmyndina þegar kærastan hans var ólétt. Þá sat hann löngum stundum og velti fyrir sér tilverunni með barninu sem var á leiðinni. „Eitt af því sem ég sá fyrir mér var að ég ætti eftir að horfa mikið á barnaefni," segir Einar. Hann segir hins vegar að vandamálið hafi verið það að mikið af barnaefninu á markaðnum hafi ekki höfðað til hans. „Þá mundi ég eftir Klaufabárðunum, sem mér fannst skemmtilegir þegar ég var lítill. Ég horfði á nokkra þætti og komst að því að ég hlæ ennþá jafn mikið að þessu," segir Einar. Hann segir að sér hafi fundist fáránlegt að Klaufabárðarnir væru ekki á markaði hér á landi og hann því ákveðið því að bæta úr því.

Einar segir að DVD diskar með þáttunum séu komnir í vel flestar verslanir á landinu, en hann keyrir nú sveittur á milli verslana og fyllir á í hillur á milli þess sem hann horfir á Klaufabárðana með syni sínum sem nú er orðinn rúmlega eins árs.

Stiklu úr þáttunum má nálgast hér










Fleiri fréttir

Sjá meira


×