Innlent

Telur að ráðið hafi farið að lögum

Þjóðleikhúsið Þjóðleikhúsráð mat Tinnu Gunnlaugsdóttur, sitjandi þjóðleikhússtjóra, og Þórhildi Þorleifsdóttur leikstjóra mjög vel hæfar, en alla aðra umsækjendur hæfa.Fréttablaðið/valli
Þjóðleikhúsið Þjóðleikhúsráð mat Tinnu Gunnlaugsdóttur, sitjandi þjóðleikhússtjóra, og Þórhildi Þorleifsdóttur leikstjóra mjög vel hæfar, en alla aðra umsækjendur hæfa.Fréttablaðið/valli

Formaður þjóðleikhúsráðs segir að vel geti verið að betra hefði verið að fá einhvern annan en ráðið, til að veita umsagnir um hæfni þeirra sem sóttu um stöðu þjóðleikhússtjóra.

„Það getur vel verið, en þetta eru bara lög sem er verið að fara eftir, en ég hef ekkert meira um þetta að segja,“ segir hann, Ingimundur Sigfússon, fyrrverandi sendiherra.

Fram hefur komið í blaðinu að margir umsækjenda um stöðuna hafa andmælt umsögn ráðsins. Hún er sögð með öllu órökstudd og kvartað undan því að enginn hafi verið kallaður í viðtal. Einnig að ráðið sé vanhæft til að meta umsækjendur, í ljósi þess að náinn samstarfsfélagi ráðsins, sitjandi þjóðleikhússtjóri, hafi sótt um.

Spurður um þessa gagnrýni og skort á rökstuðningi í umsögninni, segir Ingimundur: „Ég hef bara ekkert um það að segja því ég álít bara að þjóðleikhúsráðið hafi farið að öllum settum reglum í þessu og hef ekkert meira um það að segja.“

Um það hvort ekki sé erfitt að meta hæfni fólks án þess að tala við það, segir hann:

„Það er bara ekki á okkar færi að tala við umsækjendur vegna þess að það er ekki okkar að veita þessa stöðu.“

Menntamálaráðherra útilokar ekki að kalla umsækjendurna í viðtal.

- kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×