Enski boltinn

Benitez: Vonandi vendipunktur tímabilsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, stjóri Liverpool.
Rafa Benitez, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, vonar að sigur sinna manna á Everton í dag reynist vendipunktur tímabilsins hjá liðinu.

Þetta var í 212. skipti sem þessi lið mætast í grannaslag en Liverpool vann 2-0 sigur í dag. Joseph Yobo skoraði sjálfsmark strax á 12. mínútu en Dirk Kuyt innsiglaði sigur Liverpool með marki tíu mínútum fyrir leikslok.

„Þetta var virkilega mikilvægur sigur fyrir okkur," sagði Benitez eftir leikinn. „Við unnum Debrecen í Meistaradeildinni í vikunni og við vissum vel að við þyrftum að halda áfram að vinna leiki. Við erum nú komnir ofar í töflunni og allir ánægðir með það. Við ætlum því að reyna að halda áfram á þessari braut."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×