Enski boltinn

Engin tilboð í Cruz

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roque Santa Cruz í leik með Blackburn.
Roque Santa Cruz í leik með Blackburn. Nordic Photos / Getty Images
John Williams, stjórnarformaður Blackburn, segir að félaginu hafi ekki borist nein tilboð í sóknarmanninn Roque Santa Cruz.

Mark Hughes, núverandi knattspyrnustjóri Manchester City, fékk Cruz til Blackburn í júlí árið 2007 og mun vera áhugasamur um að fá hann til City nú.

Williams sagði hins vegar að engin tilboð hefðu borist í leikmanninn og því væri ekkert að ræða um í þeim efnum.

Cruz skrifaði undir nýjan samning við Blackburn í ágúst síðastliðnum en hefur áður sagt við enska fjölmiðla að hann gæti hugsað sér að yfirgefa félagið ef stærra félag kæmi inn í myndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×