Erlent

Vilja bæta samskipti þjóðanna

Aung San suu Kyi
Aung San suu Kyi

Kurt Campell, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, hitti Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Myanmar í gær og ræddi við hana í tvær klukkustundir á hóteli þar í landi í gær.

Kyi, sem er 64 ára, hefur verið í stofufangelsi meira og minna í fjórtán ár. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991.

Campell er hæstsetti ráðamaður frá Bandaríkjunum til að heimsækja Myanmar frá 1995 en heimsóknin er liður í bættum samskiptum bandarískra stjórnvalda við yfirvöld í Myanmar.

Á ferð sinni hitti Campell meðal annars Thein Sein, forsætisráðherra herforingjastjórnarinnar sem hefur verið við völd síðastliðin 47 ár. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×