Atli: Spilalega okkar besti leikur síðan ég tók við Smári Jökull Jónsson skrifar 6. ágúst 2009 21:29 Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals. Mynd/Arnþór Atli Eðvaldsson var vitaskuld ekki ánægður með tap sinna manna gegn Grindvíkinum í kvöld, en sagði þó leikinn vera spilalega séð einn þann besta síðan hann tók við stjórn Vals. "Það er eiginlega svolítið skrýtið að segja þetta en ég held þetta hafi spilalega verið besti leikurinn síðan ég tók við. Við héldum boltanum mjög vel og í fyrri hálfleik vorum við meira með boltann, létum boltann ganga og þeir nýttu sér vindinn í tveimur mörkum. En vorum að skapa okkur þónokkur færi sem við náðum því miður ekki að nýta," sagði Atli í samtali við Vísi að leik loknum. Eftir að Valsmenn minnkuðu muninn áttu menn von á meiri sóknarþunga frá Val en raunin varð. Atli hafði enga skýringu á þessu. "Við vorum að ræða þetta við strákarnir. Við minnkum muninn í 2-1 og þá dettur sóknarleikurinn út. Það kemur pása hjá okkur, þeir koma sér inn í leikinn og það var ekki fyrr en þeir komust í 3-1 að við settum stanslausa pressu á þá. Ég var ósáttur við þetta að við skyldum ekki láta kné fylgja kviði í stöðunni 2-1. Menn bíða oft eftir næsta marki, halda að það komi. En það kemur sko aldeilis ekki því menn þurfa að láta kné fylgja kviði." bætti Atli við. Valsmenn hafa ekki unnið sigur í Pepsi-deildinni síðan 11.júlí og Atli sagði að þeir þyrftu eðlilega að fara að hala inn fleiri stig en þeir væru búnir að gera. "Við eigum leik gegn Fram eftir þrjá daga og þeir eru aldeilis í stuði og við á hinum endanum. Ég er ekkert ragur við neitt. Við erum ekki að gera þetta til skamms tíma, heldur hugsum málið til lengri tíma og erum að breyta strúkúrnum í félaginu og í liðinu. Ég held að við séum á einhverri leið með það, þó svo að stigin vanti, því spilalega erum við að gera betur en við höfum gert áður," sagði Atli. Atli er með samning við Val út tímabilið en játti því þegar blaðamaður spurði hvort menn væru eitthvað farnir að ræða framhald hans á Hlíðarenda að samningi loknum. "Fyrir 5 vikum síðan var ég ekki á leið til Íslands. Ég hugsa málin eins og ég verði hér áfram og það er möguleiki á því. Við erum að ræða þetta til lengri tíma, hvort sem það verður minn tími eða eftir minn tíma. Við erum rétt að byrja að þreifa okkur áfram og það er einn af þessum hlutum að breyta ýmsu innan liðsins. Það er aldrei að vita nema ég haldi áfram, ef sú staða kemur upp. Við tölum um það þegar tímabilið er búið, en við vinnum núna eins og við séum að vinna til lengri tíma," sagði Atli Eðvaldsson að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Atli Eðvaldsson var vitaskuld ekki ánægður með tap sinna manna gegn Grindvíkinum í kvöld, en sagði þó leikinn vera spilalega séð einn þann besta síðan hann tók við stjórn Vals. "Það er eiginlega svolítið skrýtið að segja þetta en ég held þetta hafi spilalega verið besti leikurinn síðan ég tók við. Við héldum boltanum mjög vel og í fyrri hálfleik vorum við meira með boltann, létum boltann ganga og þeir nýttu sér vindinn í tveimur mörkum. En vorum að skapa okkur þónokkur færi sem við náðum því miður ekki að nýta," sagði Atli í samtali við Vísi að leik loknum. Eftir að Valsmenn minnkuðu muninn áttu menn von á meiri sóknarþunga frá Val en raunin varð. Atli hafði enga skýringu á þessu. "Við vorum að ræða þetta við strákarnir. Við minnkum muninn í 2-1 og þá dettur sóknarleikurinn út. Það kemur pása hjá okkur, þeir koma sér inn í leikinn og það var ekki fyrr en þeir komust í 3-1 að við settum stanslausa pressu á þá. Ég var ósáttur við þetta að við skyldum ekki láta kné fylgja kviði í stöðunni 2-1. Menn bíða oft eftir næsta marki, halda að það komi. En það kemur sko aldeilis ekki því menn þurfa að láta kné fylgja kviði." bætti Atli við. Valsmenn hafa ekki unnið sigur í Pepsi-deildinni síðan 11.júlí og Atli sagði að þeir þyrftu eðlilega að fara að hala inn fleiri stig en þeir væru búnir að gera. "Við eigum leik gegn Fram eftir þrjá daga og þeir eru aldeilis í stuði og við á hinum endanum. Ég er ekkert ragur við neitt. Við erum ekki að gera þetta til skamms tíma, heldur hugsum málið til lengri tíma og erum að breyta strúkúrnum í félaginu og í liðinu. Ég held að við séum á einhverri leið með það, þó svo að stigin vanti, því spilalega erum við að gera betur en við höfum gert áður," sagði Atli. Atli er með samning við Val út tímabilið en játti því þegar blaðamaður spurði hvort menn væru eitthvað farnir að ræða framhald hans á Hlíðarenda að samningi loknum. "Fyrir 5 vikum síðan var ég ekki á leið til Íslands. Ég hugsa málin eins og ég verði hér áfram og það er möguleiki á því. Við erum að ræða þetta til lengri tíma, hvort sem það verður minn tími eða eftir minn tíma. Við erum rétt að byrja að þreifa okkur áfram og það er einn af þessum hlutum að breyta ýmsu innan liðsins. Það er aldrei að vita nema ég haldi áfram, ef sú staða kemur upp. Við tölum um það þegar tímabilið er búið, en við vinnum núna eins og við séum að vinna til lengri tíma," sagði Atli Eðvaldsson að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti