Innlent

Þriggja manna ráðherranefnd um efnahagsmál skipuð

Mynd/Stefán Karlsson
Skipuð hefur verið nefnd þriggja ráðherra um efnahagsmál sem ætlað er að samræma stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og hafa eftirlit með framkvæmd efnahagsstefnunnar á einstökum sviðum.

Í nefndinni eru Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Aðrir ráðherrar sitja fundi nefndarinnar í samræmi við umfjöllunarefni. Gert er ráð fyrir að ráðherranefndin fjalli meðal annars reglulega um atvinnumál og stöðu heimilanna, að fram kemur á vef forsætisráðuneytisins.

Meðal annarra verkefna nefndarinnar er samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, framtíðarskipulag peningamála og samræming í fjármálum hins opinbera til lengri og skemmri tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×