Umfjöllun: Markamet slegið í Laugardalnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2009 21:49 Margrét Lára Viðarsdóttir skorar fyrsta markið eftir aðeins 4 mínútur. Mynd/Vilhelm Íslenska knattspyrnulandsliðið vann í kvöld sinn stærsta sigur frá upphafi er liðið lagði Eistland, 12-0, í undankeppni HM 2011. Tóninn var gefinn snemma í leiknum en Ísland var komið í 3-0 forystu eftir aðeins níu mínútna leik. Staðan í hálfleik var 7-0 og íslenska liðið bætti svo við fimm mörkum í síðari hálfleik. Ísland vann Pólland á Laugardalsvelli árið 2003 með tíu marka mun og var það gamla metið. Íslenska liðið byrjaði leikinn með stórsókn, fyrsta markið kom eftir aðeins 4 mínútur og eftir rétt rúmar átta mínútur var staðan orðin 3-0. Margrét Lára skoraði fyrsta markið með skalla, Dóra María bætti öðru marki við áður en Margrét Lára skoraði af öryggi úr vítaspyrnu sem Rakel Hönnudóttir fiskaði. Það var því strax ljóst að það stefndi í mjög skrautlegan leik. Það liðu reyndar sjö mínútur þar til stelpurnar bættu við marki en þá skoraði Katrín Jónsdóttir tvö skallamörk með aðeins mínútu millibili og komu þau bæði eftir hornspyrnur frá Eddu. Edda var síðan sjálf á ferðinni þegar hún skoraði sjötta markið á 33. mínútu með laglegu langskoti. Margrét Lára innsiglaði síðan þrennuna með skalla eftir fyrirgjöf frá Dóru Maríu Lárusdóttur og stelpurnar voru búnar að skora sjö mörk á fyrstu 38 mínútunum. Hólmfríður Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir komust báðar á blað í upphafi seinni hálfleiks, Hólmfríður eftir sendingu frá Sif Atladóttur og Sara með skalla eftir fjórðu stoðsendingu Eddu í leiknum. Hólmfríður skoraði síðan tíunda markið eftir aðra fyrirgjöf frá Sif og innsigklaði síðan þrennuna með þrumuskoti eftir sendingu Ólínu Guðbjargar Viðarsdóttur. Rakel Hönnudóttir fékk fullt af færum til að skora en markið lét bíða eftir sér og kom ekki fyrr en á 75. mínútu eftir að hún fékk góða stungusendingu frá Margréti Láru. Það átti eftir að verða síðasta markið enda þetta orðið gott. Leikaðferð Eista var mjög furðuleg, liðið spilaði með fjóra leikmenn mjög framarlega á vellinum þrátt fyrir að boltinn færi varla yfir miðju og varnarskipulag liðsins var oft út í hött. Þessi leikur var því ekki einu sinni eins og létt æfing fyrir íslensku stelpurnar en þær héldu einbeitingunni og lönduðu flottum sigri sem tryggir liðinu góða markatölu í baráttunni um sigurinn í riðlinum á móti Frökkum. Ísland-Eistland 12-0 Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 1776 Dómari: McDermott frá Írlandi (7) Skot (á mark): 42-2 (25-1) Varin skot: Þóra 1 - Meetua 14. Horn: 9-1 Aukaspyrnur fengnar: 7-18 Rangstöður: 7-0 Ísland (4-3-3): Þóra Björg Helgadóttir Sif Atladóttir (74., Ásta Árnadóttir) Katrín Jónsdóttir Erna Björk Sigurðardóttir Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Edda Garðarsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir (74., Guðný Björk Óðinsdóttir) Dóra María Lárusdóttir (84., Kristín Ýr Bjarnadóttir) Rakel Hönnudóttir Margrét Lára Viðarsdóttir Hólmfríður Magnúsdóttir Mörk Íslands í kvöld: 1-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (4.) - skalli, stoðsending Rakel Hönnudóttir 2-0 Dóra María Lárusdóttir (7.) - skot, stoðsending Edda Garðarsdóttir 3-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (9.) - víti, Rakel Hönnudóttir fiskaði vítið 4-0 Katrín Jónsdóttir (16.) - skalli, stoðsending Edda Garðarsdóttir, horn 5-0 Katrín Jónsdóttir (18.) - skalli, stoðsending Edda Garðarsdóttir, horn 6-0 Edda Garðarsdóttir (33.) - skot fyrir utan teig 7-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (38.) - skalli, stoðsending Dóra María Lárusdóttir 8-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (49.) - skot, stoðsending Sif Atladóttir 9-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (54.) skalli, stoðsending Edda Garðarsdóttir 10-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (64.) - skot, stoðsending Sif Atladóttir 11-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (74.) - skot, stoðsending Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 12-0 Rakel Hönnudóttir (75.) - skot, stoðsending Margrét Lára Viðarsdóttir Fótbolti Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Sjá meira
Íslenska knattspyrnulandsliðið vann í kvöld sinn stærsta sigur frá upphafi er liðið lagði Eistland, 12-0, í undankeppni HM 2011. Tóninn var gefinn snemma í leiknum en Ísland var komið í 3-0 forystu eftir aðeins níu mínútna leik. Staðan í hálfleik var 7-0 og íslenska liðið bætti svo við fimm mörkum í síðari hálfleik. Ísland vann Pólland á Laugardalsvelli árið 2003 með tíu marka mun og var það gamla metið. Íslenska liðið byrjaði leikinn með stórsókn, fyrsta markið kom eftir aðeins 4 mínútur og eftir rétt rúmar átta mínútur var staðan orðin 3-0. Margrét Lára skoraði fyrsta markið með skalla, Dóra María bætti öðru marki við áður en Margrét Lára skoraði af öryggi úr vítaspyrnu sem Rakel Hönnudóttir fiskaði. Það var því strax ljóst að það stefndi í mjög skrautlegan leik. Það liðu reyndar sjö mínútur þar til stelpurnar bættu við marki en þá skoraði Katrín Jónsdóttir tvö skallamörk með aðeins mínútu millibili og komu þau bæði eftir hornspyrnur frá Eddu. Edda var síðan sjálf á ferðinni þegar hún skoraði sjötta markið á 33. mínútu með laglegu langskoti. Margrét Lára innsiglaði síðan þrennuna með skalla eftir fyrirgjöf frá Dóru Maríu Lárusdóttur og stelpurnar voru búnar að skora sjö mörk á fyrstu 38 mínútunum. Hólmfríður Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir komust báðar á blað í upphafi seinni hálfleiks, Hólmfríður eftir sendingu frá Sif Atladóttur og Sara með skalla eftir fjórðu stoðsendingu Eddu í leiknum. Hólmfríður skoraði síðan tíunda markið eftir aðra fyrirgjöf frá Sif og innsigklaði síðan þrennuna með þrumuskoti eftir sendingu Ólínu Guðbjargar Viðarsdóttur. Rakel Hönnudóttir fékk fullt af færum til að skora en markið lét bíða eftir sér og kom ekki fyrr en á 75. mínútu eftir að hún fékk góða stungusendingu frá Margréti Láru. Það átti eftir að verða síðasta markið enda þetta orðið gott. Leikaðferð Eista var mjög furðuleg, liðið spilaði með fjóra leikmenn mjög framarlega á vellinum þrátt fyrir að boltinn færi varla yfir miðju og varnarskipulag liðsins var oft út í hött. Þessi leikur var því ekki einu sinni eins og létt æfing fyrir íslensku stelpurnar en þær héldu einbeitingunni og lönduðu flottum sigri sem tryggir liðinu góða markatölu í baráttunni um sigurinn í riðlinum á móti Frökkum. Ísland-Eistland 12-0 Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 1776 Dómari: McDermott frá Írlandi (7) Skot (á mark): 42-2 (25-1) Varin skot: Þóra 1 - Meetua 14. Horn: 9-1 Aukaspyrnur fengnar: 7-18 Rangstöður: 7-0 Ísland (4-3-3): Þóra Björg Helgadóttir Sif Atladóttir (74., Ásta Árnadóttir) Katrín Jónsdóttir Erna Björk Sigurðardóttir Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Edda Garðarsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir (74., Guðný Björk Óðinsdóttir) Dóra María Lárusdóttir (84., Kristín Ýr Bjarnadóttir) Rakel Hönnudóttir Margrét Lára Viðarsdóttir Hólmfríður Magnúsdóttir Mörk Íslands í kvöld: 1-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (4.) - skalli, stoðsending Rakel Hönnudóttir 2-0 Dóra María Lárusdóttir (7.) - skot, stoðsending Edda Garðarsdóttir 3-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (9.) - víti, Rakel Hönnudóttir fiskaði vítið 4-0 Katrín Jónsdóttir (16.) - skalli, stoðsending Edda Garðarsdóttir, horn 5-0 Katrín Jónsdóttir (18.) - skalli, stoðsending Edda Garðarsdóttir, horn 6-0 Edda Garðarsdóttir (33.) - skot fyrir utan teig 7-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (38.) - skalli, stoðsending Dóra María Lárusdóttir 8-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (49.) - skot, stoðsending Sif Atladóttir 9-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (54.) skalli, stoðsending Edda Garðarsdóttir 10-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (64.) - skot, stoðsending Sif Atladóttir 11-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (74.) - skot, stoðsending Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 12-0 Rakel Hönnudóttir (75.) - skot, stoðsending Margrét Lára Viðarsdóttir
Fótbolti Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Sjá meira