Í vitlausum banka og kemst ekki til Kanada Valur Grettisson skrifar 18. mars 2009 11:35 Mörg hundruð manns mættu í Kennaraháskólann á kynningarfund vegna atvinnutækifæra í Kanda í síðustu viku. „Ég byrjaði á því að fara í Landsbankann þar sem ég tók út orlof og ætlaði að greiða umsýslugjaldið," segir hinn tvítugi Finnur Torfi Þorgeirsson, sem er einn af fjölmörgum sem ætlar að nýta sér möguleikann á því að fara til Manitoba í Kanada og starfa þar í kreppunni. Það kom hinsvegar babb í bátinn þegar hann hugðist greiða 150 dollara umsýslugjald sem þarf að borga vilji Íslendingar fá atvinnuleyfi í landinu. Í Landsbankanum fékk hann þau svör að það væri ekki mögulegt, það væri best fyrir hann að kanna nákvæmlega hvernig gjaldið ætti að greiðast. Finnur gafst ekki upp og hringdi í kanadíska sendiráðið til þess að fá frekari ráðleggingar. „Þar var mér sagt að í ljósi þess að stóru bankarnir væru búnir að missa æruna eftir bankahrunið og beitingu hryðjuverkalaganna, þá tækju yfirvöld í Kanada aðeins við bankaávísunum frá Byr annarsvegar og SPRON hinsvegar," segir Finnur sem ætlar að flytja til Kanada eftir tæpan mánuð. Í kjölfarið fór hann í Byr og ræddi við þjónustufulltrúa. Þá neitaði bankinn að senda ávísunina í ljósi þess að Finnur átti ekki í viðskiptum við bankann. „Þá bauðst fulltrúinn til þess að senda fyrirspurnina mína til deildarstjórans, mér var jafnframt tjáð að það væri búið að vísa sex manns frá vegna nákvæmlega sama máls," segir Finnur. Hann var þó ekki tilbúinn til þess að gefast upp og fór þá í SPRON. Þar fékk hann sömu svör, ekki væri mögulegt að senda ávísunina nema hann væri í viðskiptum við bankann. „Pabbi minn sagði mér síðan að það væri möguleiki á því að fara í Seðlabankann sjálfan til þess að gera þetta, en ég hef ekki enn leitað þangað," segir Finnur sem vonast til þess að geta starfað sem kokkur í Gimli. Nú er framtíðin komin í talsvert uppnám, og það sem verra er, hann er að falla á tíma. „Ég er alveg á síðasta sjens með að gera þetta," segir Finnur sem bjóst við hverskyns hindrunum en þó ekki þessari. Þegar haft var samband við Gissur Pétursson, forstjóra Vinnumálastofnunnar, sagðist hann ekki hafa heyrt af vandamálinu, hann hugðist þó kanna það. Ekki náðist í sendiherra Kanada vegna málsins. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira
„Ég byrjaði á því að fara í Landsbankann þar sem ég tók út orlof og ætlaði að greiða umsýslugjaldið," segir hinn tvítugi Finnur Torfi Þorgeirsson, sem er einn af fjölmörgum sem ætlar að nýta sér möguleikann á því að fara til Manitoba í Kanada og starfa þar í kreppunni. Það kom hinsvegar babb í bátinn þegar hann hugðist greiða 150 dollara umsýslugjald sem þarf að borga vilji Íslendingar fá atvinnuleyfi í landinu. Í Landsbankanum fékk hann þau svör að það væri ekki mögulegt, það væri best fyrir hann að kanna nákvæmlega hvernig gjaldið ætti að greiðast. Finnur gafst ekki upp og hringdi í kanadíska sendiráðið til þess að fá frekari ráðleggingar. „Þar var mér sagt að í ljósi þess að stóru bankarnir væru búnir að missa æruna eftir bankahrunið og beitingu hryðjuverkalaganna, þá tækju yfirvöld í Kanada aðeins við bankaávísunum frá Byr annarsvegar og SPRON hinsvegar," segir Finnur sem ætlar að flytja til Kanada eftir tæpan mánuð. Í kjölfarið fór hann í Byr og ræddi við þjónustufulltrúa. Þá neitaði bankinn að senda ávísunina í ljósi þess að Finnur átti ekki í viðskiptum við bankann. „Þá bauðst fulltrúinn til þess að senda fyrirspurnina mína til deildarstjórans, mér var jafnframt tjáð að það væri búið að vísa sex manns frá vegna nákvæmlega sama máls," segir Finnur. Hann var þó ekki tilbúinn til þess að gefast upp og fór þá í SPRON. Þar fékk hann sömu svör, ekki væri mögulegt að senda ávísunina nema hann væri í viðskiptum við bankann. „Pabbi minn sagði mér síðan að það væri möguleiki á því að fara í Seðlabankann sjálfan til þess að gera þetta, en ég hef ekki enn leitað þangað," segir Finnur sem vonast til þess að geta starfað sem kokkur í Gimli. Nú er framtíðin komin í talsvert uppnám, og það sem verra er, hann er að falla á tíma. „Ég er alveg á síðasta sjens með að gera þetta," segir Finnur sem bjóst við hverskyns hindrunum en þó ekki þessari. Þegar haft var samband við Gissur Pétursson, forstjóra Vinnumálastofnunnar, sagðist hann ekki hafa heyrt af vandamálinu, hann hugðist þó kanna það. Ekki náðist í sendiherra Kanada vegna málsins.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira