Innlent

Leiðir lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík norður

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Karl V. Matthíasson þingmaður mun leiða lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík norður í næstu alþingiskosningum. Karl gekk nýlega til liðs við flokkinn en hann var áður þingmaður Samfylkingarinnar.

Frá þessu er greint á heimasíðu Frjálslynda flokksins nú í kvöld en þar er vitnað í bloggsíðu hjá einum stjórnarmanni í kjördæmafélagi Reykjavíkur norður. Þar segir að stjórnin hafi ákveðið að Karl leiddi lista flokksins.

Karl gekk til liðs við Frjálslynda eftir slæma útkomu úr prófkjöri Samfylkingarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×