Innlent

Einn lífeyrissjóður ætlar að taka þóknun vegna útgreiðslu

Aðeins einn af þeim lífeyrissjóðum sem Neytendasamtökin spurðu, ætla að taka þóknun vegna útgreiðslu á allt að einni milljón króna af viðbótarlífeyrissparnaði. Þrír lífeyrissjóðir hafa ekki tekið ákvörðun um hvort tekin verði þóknun og bíða eftir reglugerð frá fjármálaráðneytinu. Tveir lífeyrissjóðir svöruðu ekki spurningunni. Þetta kemur fram í könnun sem Neytendasamtökin gerðu á málinu.

Alls voru fjörutíu lífeyrissjóðir spurðir. Allianz sjóðurinn er sá eini sem ætlar að innheimta þóknun Íslenski lífeyrissjóðurinn, Landsbankinn og Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands hafa ekki tekið ákvörðun um málið en Sparnaður ehf. og Virðing hf. svöruðu ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×