Seinheppnir þjófar í Skagafirði - fangageymslur fullar 18. mars 2009 20:38 Það voru snar handtök lögreglunnar á Sauðárkróki sem urðu til þess að í dag voru handteknir sex eintaklingar í Skagafirði og eru því fangageymslur lögreglunnar á Sauðkróki troðfullar. Frá þessu er sagt á skagfirska fréttavefnum feykir.is. Dagurinn byrjaði með því að lögreglan fékk ábendingu um að átt hefði verið við hraðbanka í Varmahlíð. Að sögn lögreglu var þarna um vana menn að ræða og greinilegt að tilgangurinn var einn og aðeins einn. Að ræna bankann. Ræningjarnir höfðu þó ekki erindi sem erfiði. Þar næst barst ábending um bil sem ekið var eftir Sauðárkróksbraut í átt að Sauðárkrók. Ábendingin barst vegna þess að númeraplata bílsins snéri öfugt. Er bíllinn var stöðvaður kom í ljós að tvær ungar stúlkur voru í bílnum. Voru þær í annarlegu ástandi og gátu lítið gefið skýringar á eignarhaldi bílsins og ferðum sínum yfir höfuð. Er ökumaður bílsins grunaður um akstur undir árhifum fíkniefna. Þá kemur í ljós að bíllinn sem stúkurnar óku er samskonar bíll og sást í eftirlitsmyndavél hraðankans. Sem varð til þess að lögreglan komst á slóð tveggja manna sem hún síðan handtók í sumarhúsi við Varmahlíð. Í framhaldinu var fenginn hundur til þess að leita í sumarhúsinu. Á meðan lögreglan var að leita kemur að bíll sem væntanlega ætlaði að hitta fólkið sem dvaldi í sumarhúsinu. Í þeim bíl var ætlað þýfi sem af lýsingum kemur saman við innbrot á Akureyri. Í þessum bíl voru tveir ungir menn og voru þeir báðir handteknir auk þess sem ökumaður bílsins er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Allt er þetta fólk með langan afbrotaferil að baki. Unnið er að rannsókn málsins og beðið eftir að unnt sé að taka skýrslur af fólkinu. -Það má segja að í dag hafi árvökul vegfarandi orðið til þess að hrinda af stað atburðarrás sem aftur leiddi til handtöku þessara sex einstaklinga, segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. „Þetta segir okkur hversu mikilvægt það er fyrir lögregluna að fá ábendingar frá borgurunum. Þó svo að hluturinn líti ekki út fyrir að vera merkilegur þá getur hann hæglega verið púslið sem lögregluna vantar eins og sýndi sig í dag." Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Það voru snar handtök lögreglunnar á Sauðárkróki sem urðu til þess að í dag voru handteknir sex eintaklingar í Skagafirði og eru því fangageymslur lögreglunnar á Sauðkróki troðfullar. Frá þessu er sagt á skagfirska fréttavefnum feykir.is. Dagurinn byrjaði með því að lögreglan fékk ábendingu um að átt hefði verið við hraðbanka í Varmahlíð. Að sögn lögreglu var þarna um vana menn að ræða og greinilegt að tilgangurinn var einn og aðeins einn. Að ræna bankann. Ræningjarnir höfðu þó ekki erindi sem erfiði. Þar næst barst ábending um bil sem ekið var eftir Sauðárkróksbraut í átt að Sauðárkrók. Ábendingin barst vegna þess að númeraplata bílsins snéri öfugt. Er bíllinn var stöðvaður kom í ljós að tvær ungar stúlkur voru í bílnum. Voru þær í annarlegu ástandi og gátu lítið gefið skýringar á eignarhaldi bílsins og ferðum sínum yfir höfuð. Er ökumaður bílsins grunaður um akstur undir árhifum fíkniefna. Þá kemur í ljós að bíllinn sem stúkurnar óku er samskonar bíll og sást í eftirlitsmyndavél hraðankans. Sem varð til þess að lögreglan komst á slóð tveggja manna sem hún síðan handtók í sumarhúsi við Varmahlíð. Í framhaldinu var fenginn hundur til þess að leita í sumarhúsinu. Á meðan lögreglan var að leita kemur að bíll sem væntanlega ætlaði að hitta fólkið sem dvaldi í sumarhúsinu. Í þeim bíl var ætlað þýfi sem af lýsingum kemur saman við innbrot á Akureyri. Í þessum bíl voru tveir ungir menn og voru þeir báðir handteknir auk þess sem ökumaður bílsins er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Allt er þetta fólk með langan afbrotaferil að baki. Unnið er að rannsókn málsins og beðið eftir að unnt sé að taka skýrslur af fólkinu. -Það má segja að í dag hafi árvökul vegfarandi orðið til þess að hrinda af stað atburðarrás sem aftur leiddi til handtöku þessara sex einstaklinga, segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. „Þetta segir okkur hversu mikilvægt það er fyrir lögregluna að fá ábendingar frá borgurunum. Þó svo að hluturinn líti ekki út fyrir að vera merkilegur þá getur hann hæglega verið púslið sem lögregluna vantar eins og sýndi sig í dag."
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira