Stendur ekki til að loka Þjóðleikhúsinu 13. júní 2009 15:47 Tinna Gunnlaugsdóttir Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri segir ekki standa til að loka Þjóðleikhúsinu enda sé engin þörf á því. Viðgerðum á húsinu sé lokið og leikhúsið skarti sínu fegursta sem leikhús. Hún segir húsið virka fullkomlega þó til standi að byggja við og tæknivæða leikhúsið enn frekar. Tinna segir miklar viðgerðir hafa staðið yfir undanfarin ár en í þær hafi verið ráðist eftir skýrslu sem var unnin um ástand hússins. Fréttablaðið birtir frétt í morgun þar sem vitnað er í umrædda skýrslu. Það eru sérfræðingar frá þýska fyrirtækinu Gerling+Arendt Planungsgesellschaft sem skiluðu skýrslunni í ágúst árið 2006. Skýrsluhöfundar segja ástandið svo slæmt að loka þyrfti leikhúsinu í tvö ár til þess að ráðast í milljarðaendurbætur. Í skýrslunni eru gerðar alvarlegar athugasemdir við nánast allt sem við kemur ástandi og aðbúnaði leikhússins. Meðal annars kemur fram að leikhúsið uppfylli ekki alþjóðlega öryggisstaðla, brunavarnir séu hreinlega ekki til staðar og að vinnuaðstaðan þverbrjóti gegn lögum um vinnuvernd. Þetta sé vegna þess að þeir staðlar sem fylgt var þegar húsið var byggt árið 1950 séu löngu orðnir úreltir. Tinna segir skýrsluna vera frá árinu 2005 en henni hafi verið skilað í skýrsluformi árið 2006. „Eins og þjóðin veit þá hafa staðið yfir viðamiklar viðgerðir á nákvæmlega þeim atriðum sem getið er um undanfarið. Má þar nefna múrvinnu, viðgerð á burðarvirki, leka í gluggum auk víðtækra aðgerða um öryggis- og brunamál auk bættara aðgengis fyrir hreyfihamlaða," segir Tinna. Hún segir þó að Þjóðleikhúsið hafi sætt vanrækslu í áratugi. Þegar hún hafi tekið við sem leikhússtjóri hafi ástandið verið slæmt vegna leka og ástand ytra byrðis hafi verið slæmt auk þess sem vinnuaðstæður hafi verið taldar hættulegar. Samstaða hafi þó náðst í ríkisstjórn um fjármagn til þess að kippa þessu í liðinn. Þeim viðgerðarfasa sé nú lokið. „Hinsvegar er enn eftir að endurbæta alla tækni í húsinu og viðbygging til austurs er enn eftir. Það myndi breyta allri aðstöðu í húsinu því þá myndi bætast við hliðarsvið og geymslur sem sárvantar. Ég hef lagt mig fram við að koma því máli á einhverskonar verkefnaskrá þó ég viti og skilji vel að nú þurfi að velja vel þær framkvæmdir sem farið er í. Þetta er hinsvegar ekki eitthvað sem er svo brýnt að ekki sé hægt að starfa við þær aðstæður sem nú eru," segir Tinna. Tengdar fréttir Loka þarf Þjóðleikhúsinu í tvö leikár Ástand Þjóðleikhússins er svo slæmt að það þyrfti að loka því í tvö ár til að ráðast í nauðsynlegar milljarðaendurbætur. Þá er brýnt að byggja við húsið eigi að koma í veg fyrir áframhaldandi hallarekstur. Þetta kemur fram í skýrslu sem sérfræðingar frá þýska fyrirtækinu Gerling+Arendt Planungsgesellschaft skilaði um málið í ágúst 2006. 13. júní 2009 06:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri segir ekki standa til að loka Þjóðleikhúsinu enda sé engin þörf á því. Viðgerðum á húsinu sé lokið og leikhúsið skarti sínu fegursta sem leikhús. Hún segir húsið virka fullkomlega þó til standi að byggja við og tæknivæða leikhúsið enn frekar. Tinna segir miklar viðgerðir hafa staðið yfir undanfarin ár en í þær hafi verið ráðist eftir skýrslu sem var unnin um ástand hússins. Fréttablaðið birtir frétt í morgun þar sem vitnað er í umrædda skýrslu. Það eru sérfræðingar frá þýska fyrirtækinu Gerling+Arendt Planungsgesellschaft sem skiluðu skýrslunni í ágúst árið 2006. Skýrsluhöfundar segja ástandið svo slæmt að loka þyrfti leikhúsinu í tvö ár til þess að ráðast í milljarðaendurbætur. Í skýrslunni eru gerðar alvarlegar athugasemdir við nánast allt sem við kemur ástandi og aðbúnaði leikhússins. Meðal annars kemur fram að leikhúsið uppfylli ekki alþjóðlega öryggisstaðla, brunavarnir séu hreinlega ekki til staðar og að vinnuaðstaðan þverbrjóti gegn lögum um vinnuvernd. Þetta sé vegna þess að þeir staðlar sem fylgt var þegar húsið var byggt árið 1950 séu löngu orðnir úreltir. Tinna segir skýrsluna vera frá árinu 2005 en henni hafi verið skilað í skýrsluformi árið 2006. „Eins og þjóðin veit þá hafa staðið yfir viðamiklar viðgerðir á nákvæmlega þeim atriðum sem getið er um undanfarið. Má þar nefna múrvinnu, viðgerð á burðarvirki, leka í gluggum auk víðtækra aðgerða um öryggis- og brunamál auk bættara aðgengis fyrir hreyfihamlaða," segir Tinna. Hún segir þó að Þjóðleikhúsið hafi sætt vanrækslu í áratugi. Þegar hún hafi tekið við sem leikhússtjóri hafi ástandið verið slæmt vegna leka og ástand ytra byrðis hafi verið slæmt auk þess sem vinnuaðstæður hafi verið taldar hættulegar. Samstaða hafi þó náðst í ríkisstjórn um fjármagn til þess að kippa þessu í liðinn. Þeim viðgerðarfasa sé nú lokið. „Hinsvegar er enn eftir að endurbæta alla tækni í húsinu og viðbygging til austurs er enn eftir. Það myndi breyta allri aðstöðu í húsinu því þá myndi bætast við hliðarsvið og geymslur sem sárvantar. Ég hef lagt mig fram við að koma því máli á einhverskonar verkefnaskrá þó ég viti og skilji vel að nú þurfi að velja vel þær framkvæmdir sem farið er í. Þetta er hinsvegar ekki eitthvað sem er svo brýnt að ekki sé hægt að starfa við þær aðstæður sem nú eru," segir Tinna.
Tengdar fréttir Loka þarf Þjóðleikhúsinu í tvö leikár Ástand Þjóðleikhússins er svo slæmt að það þyrfti að loka því í tvö ár til að ráðast í nauðsynlegar milljarðaendurbætur. Þá er brýnt að byggja við húsið eigi að koma í veg fyrir áframhaldandi hallarekstur. Þetta kemur fram í skýrslu sem sérfræðingar frá þýska fyrirtækinu Gerling+Arendt Planungsgesellschaft skilaði um málið í ágúst 2006. 13. júní 2009 06:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Loka þarf Þjóðleikhúsinu í tvö leikár Ástand Þjóðleikhússins er svo slæmt að það þyrfti að loka því í tvö ár til að ráðast í nauðsynlegar milljarðaendurbætur. Þá er brýnt að byggja við húsið eigi að koma í veg fyrir áframhaldandi hallarekstur. Þetta kemur fram í skýrslu sem sérfræðingar frá þýska fyrirtækinu Gerling+Arendt Planungsgesellschaft skilaði um málið í ágúst 2006. 13. júní 2009 06:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent