Umfjöllun: Góður Fylkissigur í Dalnum Gunnar Örn Jónsson skrifar 28. júní 2009 17:13 Mynd/Stefán Fylkir sigraði Þrótt 2-1 í Laugardalnum og voru öll mörkin skoruð í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur leiksins var afar tíðindalítill og fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi. Mikil barátta einkenndi hálfleikinn og voru bæði lið varfærin í öllum sínum aðgerðum. Þá voru Þróttarar sérstaklega rólegir í tíðinni. Þeir lágu afar aftarlega á vellinum og stilltu upp einum framherja, Morten Smidt. Hann virtist ævinlega í einskis manns landi og áttu traustir hafsentar Fylkismanna ekki í neinum vandræðum með sóknartilburði heimamanna sem voru af skornum skammti. Fylkismenn voru mun líklegri í hálfleiknum og voru þeir Ingimundur Níels Óskarsson og Albert Brynjar Ingason hvað sprækastir gestanna í fyrri hálfleiknum. Ekkert almennilegt færi leit hins vegar dagsins ljós í fyrri hálfleik og fátt var um fína drætti spilalega séð hjá báðum liðum. Svo virðist sem bæði lið hafi fengið hressilegt tiltal í hálfleik því það var allt annað að sjá til leikmanna í síðari hálfleik. Þróttarar voru sprækari fyrstu fimmtán mínútur síðari hálfleiks og voru líklegri til að skora. Andrés Vilhjálmsson kom inn á í hálfleik hjá Þrótti fyrir meiddan Dennys Danry. Andrés átti fínt skot að marki á 52. mínútu sem Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, varði vel í horn. Þetta skot var án vafa hættulegasta færi leiksins fram að þessu. Það var svo talsvert gegn gangi leiksins þegar Fylkismenn komust yfir á 71. mínútu leiksins. Þá áttu Fylkismenn fína sókn sem endaði með því að Ingimundur Níels Óskarsson átti skot sem Henryk Forsberg varði, boltinn barst út í teiginn til Halldórs Arnars Hilmissonar sem skoraði með föstu skoti. Spilamennska liðanna batnaði talsvert í síðari hálfleik og háloftaspyrnum fækkaði. Þróttarar reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn eftir að Fylkir komst yfir og var Magnús Már Lúðvíksson einna sprækastur í liði Þróttar sóknarlega séð. Á 76. mínútu áttu Þróttarar síðan fyrirgjöf frá vinstri sem hafnaði í stönginni á Fylkismarkinu. Skömmu síðar, eða á 80. mínútu kom svo varamaðurinn, Jóhann Þórhallsson, Fylki í 0-2 með laglegu marki. Hann fékk sendingu frá Andrési Má Jóhannssyni, lék laglega á Henryk í markinu og sendi knöttinn í netið. Þróttarar lögðu ekki árar í bát og á 83. mínútu fengu þeir hornspyrnu frá vinstri. Magnús Már Lúðvíksson tók spyrnuna og sendi á kollinn á varnarmanninum, Hauki Sigurðssyni, sem skallaði knöttinn laglega í fjærhornið. Lengra komust Þróttarar hins vegar ekki þrátt fyrir mikinn vilja og þurftu þeir því að sætta sig við tap á heimavelli sínum fyrir sterkum Fylkismönnum.Þróttur - Fylkir 1-2 (0-0) 0-1 Halldór Arnar Hilmisson '71 0-2 Jóhann Þórhallsson '80 1-2 Haukur Páll Sigurðsson '83 Valbjarnavöllur Áhorfendur: óuppgefið (frekar fámennt)Dómari: Örvar Snær Gíslason 5Skot (á mark): 16 (5) - 10 (5)Varin skot: Sindri 1, Henryk 2 Fjalar 4Horn: 4-3Aukaspyrnur fengnar: 19-15Rangstöður: 2-4Þróttur (4-5-1)Sindri Snær Jensson 6 (46. Henryk Forsberg 4) Ingvi Sveinsson 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Haukur Páll Sigurðsson 6 Jón Ragnar Jónsson 4 Hallur Hallsson 5 Dennis Danry 5 (46. Andrés Vilhjálmsson 6) Rafn Andri Haraldsson 5 Magnús Már Lúðvíksson 6 Davíð Þór Rúnarsson 4 Morten Smidt 3 (63. Hjörtur J. Hjartarson 5)Fylkir 4-3-3:Fjalar Þorgeirsson 6 Tómas Þorsteinsson 5 Kristján Valdimarsson 6 Ólafur Ingi Stígsson 7 Andrés Már Jóhannesson 6Valur Fannar Gíslason 7 ML Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 Halldór Arnar Hilmisson 7 Theodór Óskarsson 4 (45. Jóhann Þórhallsson 6) Ingimundur Níels Óskarsson 6 (88. Felix Hjálmarsson) Albert Brynjar Ingason 6 (54. Kjartan Andri Baldvinsson 5) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til að sjá lýsinguna er hægt að smella hér: Þróttur - Fylkir Boltavaktina má einnig nálgast á Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Fylkir sigraði Þrótt 2-1 í Laugardalnum og voru öll mörkin skoruð í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur leiksins var afar tíðindalítill og fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi. Mikil barátta einkenndi hálfleikinn og voru bæði lið varfærin í öllum sínum aðgerðum. Þá voru Þróttarar sérstaklega rólegir í tíðinni. Þeir lágu afar aftarlega á vellinum og stilltu upp einum framherja, Morten Smidt. Hann virtist ævinlega í einskis manns landi og áttu traustir hafsentar Fylkismanna ekki í neinum vandræðum með sóknartilburði heimamanna sem voru af skornum skammti. Fylkismenn voru mun líklegri í hálfleiknum og voru þeir Ingimundur Níels Óskarsson og Albert Brynjar Ingason hvað sprækastir gestanna í fyrri hálfleiknum. Ekkert almennilegt færi leit hins vegar dagsins ljós í fyrri hálfleik og fátt var um fína drætti spilalega séð hjá báðum liðum. Svo virðist sem bæði lið hafi fengið hressilegt tiltal í hálfleik því það var allt annað að sjá til leikmanna í síðari hálfleik. Þróttarar voru sprækari fyrstu fimmtán mínútur síðari hálfleiks og voru líklegri til að skora. Andrés Vilhjálmsson kom inn á í hálfleik hjá Þrótti fyrir meiddan Dennys Danry. Andrés átti fínt skot að marki á 52. mínútu sem Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, varði vel í horn. Þetta skot var án vafa hættulegasta færi leiksins fram að þessu. Það var svo talsvert gegn gangi leiksins þegar Fylkismenn komust yfir á 71. mínútu leiksins. Þá áttu Fylkismenn fína sókn sem endaði með því að Ingimundur Níels Óskarsson átti skot sem Henryk Forsberg varði, boltinn barst út í teiginn til Halldórs Arnars Hilmissonar sem skoraði með föstu skoti. Spilamennska liðanna batnaði talsvert í síðari hálfleik og háloftaspyrnum fækkaði. Þróttarar reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn eftir að Fylkir komst yfir og var Magnús Már Lúðvíksson einna sprækastur í liði Þróttar sóknarlega séð. Á 76. mínútu áttu Þróttarar síðan fyrirgjöf frá vinstri sem hafnaði í stönginni á Fylkismarkinu. Skömmu síðar, eða á 80. mínútu kom svo varamaðurinn, Jóhann Þórhallsson, Fylki í 0-2 með laglegu marki. Hann fékk sendingu frá Andrési Má Jóhannssyni, lék laglega á Henryk í markinu og sendi knöttinn í netið. Þróttarar lögðu ekki árar í bát og á 83. mínútu fengu þeir hornspyrnu frá vinstri. Magnús Már Lúðvíksson tók spyrnuna og sendi á kollinn á varnarmanninum, Hauki Sigurðssyni, sem skallaði knöttinn laglega í fjærhornið. Lengra komust Þróttarar hins vegar ekki þrátt fyrir mikinn vilja og þurftu þeir því að sætta sig við tap á heimavelli sínum fyrir sterkum Fylkismönnum.Þróttur - Fylkir 1-2 (0-0) 0-1 Halldór Arnar Hilmisson '71 0-2 Jóhann Þórhallsson '80 1-2 Haukur Páll Sigurðsson '83 Valbjarnavöllur Áhorfendur: óuppgefið (frekar fámennt)Dómari: Örvar Snær Gíslason 5Skot (á mark): 16 (5) - 10 (5)Varin skot: Sindri 1, Henryk 2 Fjalar 4Horn: 4-3Aukaspyrnur fengnar: 19-15Rangstöður: 2-4Þróttur (4-5-1)Sindri Snær Jensson 6 (46. Henryk Forsberg 4) Ingvi Sveinsson 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Haukur Páll Sigurðsson 6 Jón Ragnar Jónsson 4 Hallur Hallsson 5 Dennis Danry 5 (46. Andrés Vilhjálmsson 6) Rafn Andri Haraldsson 5 Magnús Már Lúðvíksson 6 Davíð Þór Rúnarsson 4 Morten Smidt 3 (63. Hjörtur J. Hjartarson 5)Fylkir 4-3-3:Fjalar Þorgeirsson 6 Tómas Þorsteinsson 5 Kristján Valdimarsson 6 Ólafur Ingi Stígsson 7 Andrés Már Jóhannesson 6Valur Fannar Gíslason 7 ML Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 Halldór Arnar Hilmisson 7 Theodór Óskarsson 4 (45. Jóhann Þórhallsson 6) Ingimundur Níels Óskarsson 6 (88. Felix Hjálmarsson) Albert Brynjar Ingason 6 (54. Kjartan Andri Baldvinsson 5) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til að sjá lýsinguna er hægt að smella hér: Þróttur - Fylkir Boltavaktina má einnig nálgast á Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira