Innlent

Alþjóðasamningar um loftslagsmál mega ekki skaða íslenskt atvinnulíf

Forystumenn Samtaka atvinnulífsins. Samtökin styðja þingsályktunartillögu um hagsmuni Íslands í loftlagsmálum.
Forystumenn Samtaka atvinnulífsins. Samtökin styðja þingsályktunartillögu um hagsmuni Íslands í loftlagsmálum.
Samtök atvinnulífsins styðja eindregið að þingsályktunartillaga um hagsmuni Íslands í loftslagsmálum sem nú liggur fyrir Alþingi verði samþykkt.

Telja samtökin tillöguna vera bæði tímabæra og mikilvæga. Í yfirlýsingu frá SA kemur fram að stefnt sé að því að ljúka gerð nýs alþjóðlegs samkomulags um loftslagsmál á þessu ári, sem taka á við þegar tímabili Kyoto-bókunarinnar lýkur árið 2012. Telja Samtök atvinnulífsinsn það vera algera nauðsyn að útstreymisheimildir Íslands samkvæmt nýju samkomulagi endurspegli raunverulegt útstreymi að meðtöldum heimildum íslenska ákvæðisins svokallaða. Náist það ekki sé vandséð hvernig Ísland geti átt aðild að nýju loftslagssamkomulagi.

Í umsögn SA, Samtaka iðnaðarins, Samorku, Landssambands íslenskra útvegsmanna, Samtaka fiskvinnslufyrirtækja og Landssambands fiskeldisstöðva um þingsályktunartillöguna segir að það sé frumskylda stjórnvalda að sjá til þess ekki verði lagðar skorður á uppbyggingu atvinnulífs í nýju alþjóðlegu samkomulagi um loftslagsmál. Sérstaklega þegar haft er í huga að atvinnurekstur á Íslandi sem samkomulagið nái til byggi á bestu fáanlegu tækni í umhverfismálum og nýti endurnýjanlegar orkulindir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×