Íslenski boltinn

Prince Rajcomar samdi við ungverskt lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Prince Rajcomar fann sig ekki í herbúðum KR-liðsins.
Prince Rajcomar fann sig ekki í herbúðum KR-liðsins. Mynd/Daníel

Prince Rajcomar hefur gert fjögurra ára samning við ungverska félagið Zalaegerszegi TE en þetta kemur fram á síðunni krreykjavik.is í dag. Það gekk lítið upp hjá þessum hollenska framherja sitt eina ár í herbúðum KR en þar á undan lék hann í tvö ár með Breiðabliki.

Prince Rajcomar skoraði 15 mörk í 49 leikjum í úrvalsdeild karla en þar af voru 13 mörk í 34 leikjum með Blikum. Prince Rajcomar skoraði aðeins 2 mörk í 15 leikjum með KR í Pepsi-deild karla í sumar.

Prince Rajcomar fór til reynslu til ensku 3. deildarliðanna MK Dons og Carlisle í sumar og haust en fékk ekki samning þar. Zalaegerszegi er í 11. sæti af 16 liðum í ungversku deildinni en félagið varð ungverskur meistari fyrir sjö árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×