Innlent

Hundruð milljóna í tekjur

Landspítali. Um sextíu Grænlendingar, Norðmenn og Færeyingar koma í augnaðgerðir á Íslandi í hverri viku og 10 til viðbótar koma til að leggjast undir skurðhníf íslenskra lýtalækna.
Landspítali. Um sextíu Grænlendingar, Norðmenn og Færeyingar koma í augnaðgerðir á Íslandi í hverri viku og 10 til viðbótar koma til að leggjast undir skurðhníf íslenskra lýtalækna.

Um sjötíu sjúklingar koma til landsins í hverjum mánuði frá Færeyjum, Grænlandi og Noregi til þess að gangast undir augnaðgerðir eða lýtaaðgerðir. Útflutningstekjur vegna þessarar þjónustu nema nokkur hundruð milljónum króna á ári „og þær gætu mjög auðveldlega oltið á milljörðum ef rétt er á málum haldið", sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við umræður um sóknarfæri í heilbrigðisþjónustu á Alþingi í gær.

Guðlaugur sagði að þessi þjónusta hefði lítið verið markaðssett erlendis, eftirspurnin hefði fyrst og fremst orðið vegna góðrar afspurnar af íslenskri heilbrigðisþjónustu.

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að krabbameinssjúklingar frá Færeyjum hefðu líka leitað meðferðar hér; greiðslurnar frá Færeyjum komi í veg fyrir að fækka þurfi heilbrigðisstarfsfólki meira en gert er vegna kreppunnar.

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra sagði búist við því að innan tveggja ára líti dagsins ljós tilskipun frá ESB um rétt sjúklinga til að leita sér lækninga yfir landamæri. Hugmyndir um sameiginlegt heilbrigðisþjónustusvæði á Norðurlöndunum hafi leitt af sér viðræður Íslendinga við Færeyinga, Grænlendinga, Svía og Norðmenn. Nýlega hafi verið samið um aukna þjónustu við Grænlendinga og samningagerð við Færeyinga sé vel á veg komin. - pg














Fleiri fréttir

Sjá meira


×