Enski boltinn

Tony Adams að taka við stjórastarfinu hjá Aldershot?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Tony Adams.
Tony Adams. Nordic photos/AFP

Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Arsenal goðsögnin Tony Adams hafi sótt um staf sem knattspyrnustjóri enska d-deildarfélagsins Aldershot Town.

Adams hefur verið án starfs síðan hann var rekinn sem knattspyrnustjóri Portsmouth í febrúar á þessu ári en Adams var áður stjóri hjá Wycombe Wanderers í ensku c-deildinni.

Samkvæmt heimildum Daily Mirror eru um fimmtíu manns búnir að sækja um starfið en Adams mun vera líklegur til þess að verða ráðinn. Aldershot Town er sem stendur í 10. sæti d-deildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Bournemouth.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×