Íslenski boltinn

Fjórða umferðin gjöful fyrir Grindvíkinga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grindvíkingar fagna einu af sex mörkum sínum í 4. umferðinni í fyrrasumar.
Grindvíkingar fagna einu af sex mörkum sínum í 4. umferðinni í fyrrasumar. Mynd/Vilhelm

Grindvíkingar heimsækja Valsmenn á Vodafone-völlinn á Hlíðarenda í kvöld í lokaleik 4. umferðar Pepsi-deildar karla en Grindvíkingar eru enn að bíða eftir fyrsta stigi sínu í sumar.

Grindvíkingar hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu, 1-3 á útivelli á móti Stjörnunni, 0-4 á heimavelli á móti KR og loks 2-3 á útivelli á móti Fjölni í síðustu umferð.

Valsmenn ættu samt að passa sig á gestum úr Grindavík í kvöld ef marka má þróun mála undanfarin fimm ár. Grindvíkingar hafa nefnilega aðeins náð í sex stig út úr fyrstu þremur umferðunum frá 2004 en hafa hinsvegar unnið alla fjóra leiki sína í fjórðu umferð.

Grindvíkingar töpuðu þremur fyrstu leikjum sínum á mótinu í fyrra en mættu síðan í Kópavoginn og unnu 6-3 sigur á Breiðabliki í 4. umferð þar sem Scott Ramsay fór á kostum. Líkt og í kvöld var sá leikur sýndur beint á Stöð2 Sport.

Grindvíkingar hafa ennfremur náð í 21 af 24 mögulegum stigum út úr fjórðu umferð á þessarri öld en eina tap þeirra í umferðinni kom á móti Eyjamönnum á heimavelli árið 2003.

Grindavík í úrvalsdeild karla 2004-2009

Fyrstu þrjár umferðirnar

Leikir - 15

Sigrar - 1

Jafntefli - 3

Töp - 11

Markatala 14-36 (-22)

Stig - 6 (13%)

4. umferð

Leikir - 4

Sigrar - 4

Jafntefli - 0

Töp - 0

Markatala 14-8 (+6)

Stig - 12 (100%)

Grindavík í 4. umferð frá og með 2000

2008 6-3 útisigur á Breiðabliki

2006 3-2 útisigur á Breiðabliki

2005 2-1 heimasigur á ÍBV

2004 3-2 heimasigur á Fram

2003 0-2 heimatap á móti ÍBV

2002 3-2 heimasigur á ÍBV

2001 2-1 útisigur á Fram

2000 1-0 heimasigur á ÍA

Leikir - 8

Sigrar - 7

Jafntefli - 0

Töp - 1

Markatala 20-13 (+7)

Stig - 21 (88%)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×