Innlent

Erlendir aðilar verji krónum innanlands

hús landsvirkjunar
hús landsvirkjunar

 Viðræður hafa staðið yfir síðan fyrir áramót um leiðir til að vinda ofan af krónustöðum erlendra aðila í Seðlabankanum.

Ein þeirra leiða sem mögulegt er að verði farnar á næstu vikum er sú að eigendur um fimmtungs krónubréfa leysi þau út og kaupi skulda- og hlutabréf íslenskra fyrirtækja með sterka alþjóðlega tengingu. Fyrirtæki sem nefnd hafa verið eru Landsvirkjun, Norðurál, Marel Food Systems og Össur.

Stefnt er að því að skuldabréfin verði greidd til baka eftir allt að fimm ár í erlendum gjaldeyri en vonir standa til að þá heyri gjaldeyrishöftin sögunni til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×