Sigríður Snævarr aðstoðar atvinnulausa í kreppunni 3. apríl 2009 05:30 Sigríður Snævarr vildi miðla af reynslu sinni sem sendiherra í Finnlandi og Svíþjóð þegar kreppan skall þar á. Ásamt Maríu Björk Óskarsdóttur hjálpar hún nú atvinnulausum að takast á við hversdagsleikann og atvinnuleitina.fréttablaðið/Stefán „Við erum að halda námskeið úti um allan bæ og verðum á Hótel Sögu á morgun og flytjum þar fyrirlestur um verkefnið okkar. Félagsmálaráðherra opnar fyrirlesturinn og borgarstjórinn lýkur honum,“ segir Sigríður Snævarr, fyrrverandi sendiherra. Hún hefur ásamt Maríu Björk Óskarsdóttur stofnað fyrirtækið Nýttu kraftinn en tilgangur þess er hvatning og stuðningur við atvinnulausa í formi fræðslu, fyrirlestra og námskeiðahalds eins og það er orðað í fyrirtækjalýsingunni. María segir hugmyndina upphaflega komna frá Sigríði. Hún hafi viljað miðla af reynslu sinni sem sendiherra í Finnlandi og Svíþjóð þegar kreppan skall þar á undir lok síðustu aldar. Sigríður hafi síðan haft samband við hana skömmu eftir að hún missti vinnuna í Landsbankanum og fengið hana til að móta með sér hugmyndafræðina sem býr að baki Nýttu kraftinn. María segir grunnhugmynd Sigríðar hafa verið þá að atvinnumissirinn hefði í raun ekkert með einstaklinginn eða hæfni hans að gera. Ferlið sem þær María og Sigríður hafa sett saman stendur yfir í þrjá mánuði. Grundvallaratriðið er að viðkomandi gangi til hvers dags sem vinnudagur væri. Fólk eigi að nota að minnsta kosti fjóra tíma á hverjum virkum degi í eitthvað uppbyggilegt. Þetta felist ekki í því að setja í uppþvottavélina eða önnur hversdagsleg störf heldur að það fari á námskeið, sinni sjálfboðastörfum eða láti gamlan draum rætast. „Allt á þetta að miða að því að gera hvern og einn samkeppnishæfan í atvinnuleitinni,“ útskýrir María og bætir við að allir taki áhugasviðspróf til að víkka hugann og skapa ný tækifæri. Of langt mál færi í að útskýra þetta ferli og námskeiðið í þaula. María segir þó að þær leggi mikla áherslu á tengingu við atvinnulífið. Stór þáttur í því sé að hver og einn fái svokallaðan mentor úr atvinnulífinu sem hann hittir aðra hverja viku. „Auðvitað geta fjárhagsáhyggjurnar verið miklar og við gerum ekkert lítið úr því. Aðalatriðið er hins vegar að brjótast út úr þeirri einangrun sem atvinnuleysi getur reynst mörgum.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
„Við erum að halda námskeið úti um allan bæ og verðum á Hótel Sögu á morgun og flytjum þar fyrirlestur um verkefnið okkar. Félagsmálaráðherra opnar fyrirlesturinn og borgarstjórinn lýkur honum,“ segir Sigríður Snævarr, fyrrverandi sendiherra. Hún hefur ásamt Maríu Björk Óskarsdóttur stofnað fyrirtækið Nýttu kraftinn en tilgangur þess er hvatning og stuðningur við atvinnulausa í formi fræðslu, fyrirlestra og námskeiðahalds eins og það er orðað í fyrirtækjalýsingunni. María segir hugmyndina upphaflega komna frá Sigríði. Hún hafi viljað miðla af reynslu sinni sem sendiherra í Finnlandi og Svíþjóð þegar kreppan skall þar á undir lok síðustu aldar. Sigríður hafi síðan haft samband við hana skömmu eftir að hún missti vinnuna í Landsbankanum og fengið hana til að móta með sér hugmyndafræðina sem býr að baki Nýttu kraftinn. María segir grunnhugmynd Sigríðar hafa verið þá að atvinnumissirinn hefði í raun ekkert með einstaklinginn eða hæfni hans að gera. Ferlið sem þær María og Sigríður hafa sett saman stendur yfir í þrjá mánuði. Grundvallaratriðið er að viðkomandi gangi til hvers dags sem vinnudagur væri. Fólk eigi að nota að minnsta kosti fjóra tíma á hverjum virkum degi í eitthvað uppbyggilegt. Þetta felist ekki í því að setja í uppþvottavélina eða önnur hversdagsleg störf heldur að það fari á námskeið, sinni sjálfboðastörfum eða láti gamlan draum rætast. „Allt á þetta að miða að því að gera hvern og einn samkeppnishæfan í atvinnuleitinni,“ útskýrir María og bætir við að allir taki áhugasviðspróf til að víkka hugann og skapa ný tækifæri. Of langt mál færi í að útskýra þetta ferli og námskeiðið í þaula. María segir þó að þær leggi mikla áherslu á tengingu við atvinnulífið. Stór þáttur í því sé að hver og einn fái svokallaðan mentor úr atvinnulífinu sem hann hittir aðra hverja viku. „Auðvitað geta fjárhagsáhyggjurnar verið miklar og við gerum ekkert lítið úr því. Aðalatriðið er hins vegar að brjótast út úr þeirri einangrun sem atvinnuleysi getur reynst mörgum.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira