Lífið

Mannskepnan og klæðin

leiklist Hópurinn á sviði í Húmanimal.  fréttablaðið/valli
leiklist Hópurinn á sviði í Húmanimal. fréttablaðið/valli

Annað kvöld verður frumsýnd leik- og danssýning í Hafnarfjarðarleikhúsinu sem Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Friðrik Friðriksson standa fyrir. Sýninguna kalla þau Húmanimal.  Verkefnið hlaut styrk frá leiklistar­ráði og er nú komið á svið fyrir sameiginlegt átak.

Er maðurinn skepna? Í Húmanimal er á ögrandi hátt tekist á við dýrskraftinn innra með manninum og leyndardómar kyneðlisins rannsakaðir. Húmanimal er sýning sem er að springa úr dýrslegum frumkrafti, kynlífi og bælingu. Svo segir í kynningartexta verksins sem gefur aðeins til kynna á hvaða slóðir hópurinn hefur leitað við efnisleit.

Ég og vinir mínir kallar hópurinn sig sem stendur að sýningunni. Í honum eru leikarar, dansarar, tónlistarmaður og hönnuður. Í rannsóknum sínum á hvötum mannsins, samböndum og ástinni hafa þau komist að kynlegum niðurstöðum um manndýrið, líkamann og ekki síst föt. Leikendur eru þau Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Friðgeir Einarsson, Jörundur Ragnarsson, Margrét Bjarnadóttir og Saga Sigurðardóttir.

Tónlist er í höndum Gísla Galdurs Þorgeirssonar en leikmynd og búninga sér Rósa Hrund Kristjánsdóttir um. Umsjón með sviðshreyfingum annast Margrét Bjarnadóttir og Saga Sigurðardóttir, en leikstjórar verkefnisins eru þeir Friðrik Friðriksson og Friðgeir Einarsson.

Húmanimal mun deila sviðinu í Hafnarfjarðarleikhúsinu fram eftir vori með Dubbeldusch. pbb@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.