Enski boltinn

City ekki búið að gefast upp á Bellamy

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Craig Bellamy, leikmaður West Ham.
Craig Bellamy, leikmaður West Ham. Nordic Photos / Getty Images

Manchester City er ekki búið að gefast upp á því að reyna að kaupa Craig Bellamy frá West Ham þó svo að síðarnefnda félagið hafi þegar hafnað þremur tilboðum frá City.

City bauð níu milljónir punda í Bellamy á mánudaginn en í gær bauð City enn betur en því tilboði var einnig hafnað.

„Við erum enn vongóðir um að eitthvað meira gæti gerst í þessu máli," sagði Mark Bowen, aðstoðarknattspyrnustjóri City, í samtali við enska fjölmiðla.

Björgólfur Guðmundsson er eigandi West Ham og mun vera áhugasamur um að selja félagið.

Bellamy hefur áður spilað undir stjórn Mark Hughes knattspyrnustjóra City bæði hjá Blackburn og landsliði Wales.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×