Innlent

Slysum hefur fækkað um 34 prósent

Góð reynsla er af áætlun lögreglunnar um fækkun slysa. 
fréttablaðið/anton
Góð reynsla er af áætlun lögreglunnar um fækkun slysa. fréttablaðið/anton

Umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað um 34 prósent milli áranna 2007 og 2009. Á fyrstu sjö mánuðum fyrrnefnda ársins urðu 343 slys í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu en á sama tímabili í ár urðu 228 slys.

Frá þessu er greint í frétt lögreglunnar.

Í ársbyrjun 2007 lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fram áætlun um fækkun umferðarslysa sem fól í sér markvissar aðgerðir í samstarfi við þar til bærar stofnanir og fyrirtæki. Lögð var áhersla á að fækka hættulegum stöðum og auka sýnilegt eftirlit auk þess sem stefnt var að auknum gæðum í rannsóknum umferðarslysa.

Lagði samgönguráðuneytið embættinu meðal annars til átta mótorhjól til eftirlits í umferðinni og Reykjavíkurborg og Vegagerðin hafa gert breytingar á gatnakerfinu til að auka öryggi og fækka slysum.  Áfram verður unnið á sömu braut, að sögn lögreglunnar.

- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×