Enski boltinn

West Ham og West Brom skildu jöfn

AFP

Einn leikur var á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. West Ham og botnliðið West Brom skildu jöfn 0-0 í bragðdaufum leik á Upton Park.

Fá marktækifæri litu dagsins ljós í leiknum og West Ham situr áfram í sjöunda sæti deildarinnar eftir að hafa fengið eitt stig í kvöld.

West Brom er enn sex stigum frá öruggu sæti á botni deildarinnar og ekkert annað en kraftaverk getur bjargað liðinu frá falli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×