Enski boltinn

Foster vill vera áfram hjá United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ben Foster var valinn maður leiksins nú um helgina.
Ben Foster var valinn maður leiksins nú um helgina. Nordic Photos / AFP

Ben Foster segist engan áhuga á að fara frá Manchester United og ætlar sér að verða framtíðarmarkvörður liðsins.

Foster á 16 mánuði eftir af núverandi samningi sínum við United en orðrómur er á kreiki að United sé að undirbúa fjögurra ára samningstilboð fyrir hann.

Hann var hetja sinna manna er hann varði spyrnu Jamie O'Hara í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik ensku deildabikarkeppninnar gegn Tottenham um helgina.

„Ég vil ekki einu sinni íhuga það að fara frá Manchester United," sagði Foster. „Það var frábært að fá að spila í hverri viku þegar ég var í láni hjá Watford og vil ég upplifa það hér."

„Ég er ekki búinn að tala við stjórann um næsta tímabil og veit því ekki hvernig málin munu þróast. Ég ætla bara að gera mitt besta og sjá svo til hvað gerist."

„Ég er hjá stærsta félagi heims og vil vera hér eins lengi og ég mögulega get."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×