Fótbolti

Hearts vann Motherwell

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts.
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts. Nordic Photos / Getty Images

Heart styrkti stöðu sína í þriðja sæti skosku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri á Motherwell í gær.

Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn í stöðu miðvarðar en sigurmark leiksins kom í uppbótartíma. Ruben Palazuelos var þar að verki.

Hearts er nú með fimm stiga forystu á næsta lið í þriðja sæti deildarinnar. Liðð er þó fimmtán stigum á eftir toppliði Celtic og tólf á eftir Rangers.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×