Íslenski boltinn

Umfjöllun: FH af botninum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Atli Viðar Björnsson í baráttunni í kvöld.
Atli Viðar Björnsson í baráttunni í kvöld. Mynd/Valli

Fram fékk sannkallaða óskabyrjun þegar Atli Guðnason varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir hornspyrnu Sam Tillen frá hægri.

Eftir markið lögðust Framarar í vörn og fékk FH þrjú dauðafæri til að jafna metin auk þess sem Tryggvi Guðmundsson lét Hannes Þór verja frá sér vítaspyrnu. Slök spyrna hjá Tryggva sem Hannes varði auðveldlega.

FH hóf síðari hálfleikinn af krafti og jafnaði Tryggvi Guðmundsson metin á 52. mínútur.

Líkt og í fyrri hálfleik var FH mun betri aðilinn í leiknum og tryggði Atli Guðnason FH sigurinn á 70. mínútu með laglegu marki.

Sigur FH var fyllilega sanngjarn en eftir slakan fyrri hálfleik tók liðið öll völd á vellinum og hefði hæglega getað unnið stærri sigur en lið Fram virtist þreytast er leið á leikinn þó engu hafi munað að liðið stæli sigir þegar Alexander Veigar Þórarinsson skaut í stöng á lokamínútunum eftir að hafa komið inná sem varamaður.

Íslandsmeistararnir eru því komnir með þrjú stig líkt of Fram eftir tap gegn Keflavík í fyrstu umferð.

FH-Fram 2-1

0-1 Atli Guðnason, sjálfsmark (2.)

1-1 Tryggvi Guðmundsson (52.)

2-1 Atli Guðnason (70.)

Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 1287

Dómari: Þóroddur Hjaltalín (6)



Skot (á mark): 15-8 (8-5)

Varið: 3-5

Aukaspyrnur: 8-11

Horn: 8-4

Rangstöður: 3-0

FH (4-3-3):

Daði Lárusson 6

Guðmundur Sævarsson 5

Pétur Viðarsson 5

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6

Hjörtur Logi Valgarðsson 6

Hákon Atli Hallfreðsson 6

Matthías Vilhjálmsson 4

Tryggvi Guðmundsson 7

(85. Tommy Nielsen -)

Matthías Guðmundsson 4

(72. Alexander Söderlund -)

Atli Viðar Björnsson 6

Atli Guðnason 8 - maður leiksins

Fram (4-5-1):

Hannes Þór Halldórsson 7

Daði Guðmundsson 5

(85. Alexander Veigar Þórarinsson -)

Auðun Helgason 5

(85. Viðar Guðjónsson -)

Kristján Hauksson 4

Samuel Lee Tillen 6

Ívar Björnsson 6

(85. Jón Guðni Fjóluson -)

Ingvar Þór Ólason 6

Heiðar Geir Júlíusson 5

Halldór Hermann Jónsson 6

Almar Ormarsson 5

Hjálmar Þórarinsson 6














Tengdar fréttir

Heimir Guðjónsson: Sterkur sigur

Heimir Guðjónsson þjálfari FH var mjög sáttur eftir að hafa horft á lið sitt landa sínum fyrsta sigri í Pepsi-deildinni í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×