Umfjöllun: Stjarnan skein skært á Valbjarnarvelli Sólmundur Hólm skrifar 14. maí 2009 22:36 Guðni Rúnar Helgason og félagar í Stjörnunni eru á toppnum. Það var hvöss suðvestan átt sem heilsaði leikmönnum Þróttar og Stjörnunnar sem mættust á Valbjarnarvelli í kvöld í Pepsideild karla. Þróttarar ákváðu að byrja með vindinn í bakið og lék vindurinn nokkuð hlutverk fyrstu mínútur leiksins. Lítið var um færi og stefndi í leiðindabarning. Það gerðist því lítið markvert þar til á tuttugustu mínútu þegar Stjörnumenn fengu innkast fyrir miðjum vallarhelmingi Þróttar, vinstra megin. Steinþór Freyr Þorsteinsson tók þá flikk innkast að hætti Ástu Árnadóttur landsliðskonu í knattspyrnu. Innkastið fór óhindrað í gegnum vörn Þróttara að fjærstöng þar sem Jóhann Laxdal var á auðum sjó og stangaði boltann í netið. Stjarnan komin 0-1 yfir eftir rólega byrjun. Eftir að hafa skorað fyrsta markið settu Stjörnumenn í fluggírinn og sóttu látlaust að marki Þróttara. Þorvaldur Árnason komst nálægt því að skora á tuttugustu og þriðju mínútu eftir klaufagang í vörn Þróttar en varnarmenn Þróttar náðu þó að bjarga á línu. Á 28. mínútu bættu Stjörnumenn við öðru marki. Halldór Orri Björnsson lék þá á varnarmenn Þróttar og skoraði með lágu skoti, óverjandi fyrir Henryk Boedker. Þróttarar voru gjörsamlega heillum horfnir það sem eftir lifði hálfleiks og átti Halldór Orri skot yfir mark Þróttara á 39. mínútu. Á 45. mínútu fékk Steinþór Freyr Þorsteinsson sendingu inn fyrir vörn Þróttar og lyfti boltanum glæsilega yfir Henryk Boedker sem kom hlaupandi út á móti. Stjörnumenn gengu því glaðbeittir til búninsherbergis í hálfleik. Í síðari hálfleik komu Þróttarar eilítið beittari til leiks. Stjörnumenn fengu þó gott færi þegar Halldór Orri Björnsson lék á varnarmenn Þróttar en skot hans fór rétt framhjá. Þróttarar sóttu þónokkuð og skoraði Hjörtur Júlíus Hjartarsson mark á 56. mínútu sem var dæmt af vegna rangstöðu. Sú ákvörðun virtist vera rétt hjá línuverði. Stuttu síðar átti Skúli Jónsson skalla yfir mark Stjörnumanna eftir hornspyrnu frá Rafni Andra Haraldssyni. Á 64. mínútu gerði Bjarni Jóhannsson skiptingu þegar hann tók Jóhann Laxdal útaf fyrir Arnar Má Björgvinsson. Það reyndist frábær ákvörðun hjá Bjarna því það tók Arnar ekki nema þrjár mínútur að skora mark og koma Stjörnunni í 0-4. Boltinn barst þá til Arnars eftir klafs í teignum í kjölfar flikk-innkasts Steinþórs Freys. Stjörnumenn sóttu það sem eftir lifði leiks og varði Henryk Boedker markvörður Þróttara nokkrum sinnum vel. Á 82. mínútu gerði Bjarni Jóhannsson enn eina ofurskiptinguna þegar hann tók Þorvald Árnason útaf fyrir Magnús Björgvinsson. Það tók Magnús ekki nema fjórar mínútur að skora eftir að hann hafði fengið stungusendingu inn fyrir vörn Þróttar. Þegar komið var eina mínútu fram yfir venjulegan leiktíma bætti Arnar Már Björgvinsson við sínu öðru marki og niðurlægin Þróttara því alger. Frábær leikur hjá Stjörnunni en hinsvegar er ljóst að Gunnar Oddsson þarf að leita lausna á vanda Þróttaraliðsins. Stjörnumenn eru á toppnum að tveimur leikjum loknum með fullt hús stiga en Þróttur situr á botni deildarinnar án stiga. Þróttur -Stjarnan 0-60-1 Jóhann Laxdal (20.) 0-2 Halldór Orri Björnsson (28.) 0-3 Steinþór Freyr Þorsteinsson (45.) 0-4 Arnar Már Björgvinsson (67.) 0-5 Magnús Björgvinsson (86.) 0-6 Arnar Már Björgvinsson (91.) Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: 681 Dómari: Þorvaldur Árnason (7) Skot (á mark): 4-12 (3-10)Varin skot: Henryk 4 - Bjarni 2Horn: 5-5Aukaspyrnur fengnar: 12-8Rangstöður: 3-0 Þróttur (4-5-1) Henryk Boedker 5 Kristján Ómar Björnsson 3 Dennis Danry 4 Þórður Hreiðarsson 4 Birkir Pálsson 3 Andrés Vilhjálmsson 4 (61. Davíð Þór Rúnarsson 4) Haukur Páll Sigurðsson 3 Hallur Hallsson 3 Rafn Andri Haraldsson 4 Skúli Jónsson 3 (61. Morten Smidt 3) Hjörtur Hjartarson 4 (72. Trausti Eiríksson -) Stjarnan (4-5-1) Bjarni Þórður Halldórsson 6 Guðni Rúnar Helgason 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 6 Hafsteinn Rúnar Helgason 6 Jóhann Laxdal 6 (64. Arnar Már Björgvinsson 7)Steinþór Freyr Þorsteinsson 8 - maður leiksins Björn Pálsson 6 Birgir Hrafn Birgisson 7 Halldór Orri Björnsson 7 Þorvaldur Árnason 6 (82. Magnús Björgvinsson -) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Steinþór: Nú fer ég beint upp í skóla að læra Steinþór Freyr Þorsteinsson og félagar í Stjörnunni fóru illa með Þróttara í Laugardalnum í kvöld og unnu 6-0 stórsigur. Stjarnan hefur fullt hús eftir fyrstu tvær umferðir Pepsi-deildarinnar. 14. maí 2009 21:41 Gunnar Odds: Heppnir að tapa ekki stærra „Það er lítið hægt að segja eftir svona leik,“ sagði niðurlútur Gunnar Oddsson eftir að lærisveinar hans hlutu 6-0 skell á heimavelli sínum í kvöld gegn Stjörnunni. 14. maí 2009 22:27 Bjarni Jóh.: Þetta eru að verða karlmenn „Já þetta var ótrúlega sprækur leikur af okkar hálfu,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar að loknum 6-0 sigri sinna manna á Þrótti á Valbjarnarvelli. 14. maí 2009 21:43 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira
Það var hvöss suðvestan átt sem heilsaði leikmönnum Þróttar og Stjörnunnar sem mættust á Valbjarnarvelli í kvöld í Pepsideild karla. Þróttarar ákváðu að byrja með vindinn í bakið og lék vindurinn nokkuð hlutverk fyrstu mínútur leiksins. Lítið var um færi og stefndi í leiðindabarning. Það gerðist því lítið markvert þar til á tuttugustu mínútu þegar Stjörnumenn fengu innkast fyrir miðjum vallarhelmingi Þróttar, vinstra megin. Steinþór Freyr Þorsteinsson tók þá flikk innkast að hætti Ástu Árnadóttur landsliðskonu í knattspyrnu. Innkastið fór óhindrað í gegnum vörn Þróttara að fjærstöng þar sem Jóhann Laxdal var á auðum sjó og stangaði boltann í netið. Stjarnan komin 0-1 yfir eftir rólega byrjun. Eftir að hafa skorað fyrsta markið settu Stjörnumenn í fluggírinn og sóttu látlaust að marki Þróttara. Þorvaldur Árnason komst nálægt því að skora á tuttugustu og þriðju mínútu eftir klaufagang í vörn Þróttar en varnarmenn Þróttar náðu þó að bjarga á línu. Á 28. mínútu bættu Stjörnumenn við öðru marki. Halldór Orri Björnsson lék þá á varnarmenn Þróttar og skoraði með lágu skoti, óverjandi fyrir Henryk Boedker. Þróttarar voru gjörsamlega heillum horfnir það sem eftir lifði hálfleiks og átti Halldór Orri skot yfir mark Þróttara á 39. mínútu. Á 45. mínútu fékk Steinþór Freyr Þorsteinsson sendingu inn fyrir vörn Þróttar og lyfti boltanum glæsilega yfir Henryk Boedker sem kom hlaupandi út á móti. Stjörnumenn gengu því glaðbeittir til búninsherbergis í hálfleik. Í síðari hálfleik komu Þróttarar eilítið beittari til leiks. Stjörnumenn fengu þó gott færi þegar Halldór Orri Björnsson lék á varnarmenn Þróttar en skot hans fór rétt framhjá. Þróttarar sóttu þónokkuð og skoraði Hjörtur Júlíus Hjartarsson mark á 56. mínútu sem var dæmt af vegna rangstöðu. Sú ákvörðun virtist vera rétt hjá línuverði. Stuttu síðar átti Skúli Jónsson skalla yfir mark Stjörnumanna eftir hornspyrnu frá Rafni Andra Haraldssyni. Á 64. mínútu gerði Bjarni Jóhannsson skiptingu þegar hann tók Jóhann Laxdal útaf fyrir Arnar Má Björgvinsson. Það reyndist frábær ákvörðun hjá Bjarna því það tók Arnar ekki nema þrjár mínútur að skora mark og koma Stjörnunni í 0-4. Boltinn barst þá til Arnars eftir klafs í teignum í kjölfar flikk-innkasts Steinþórs Freys. Stjörnumenn sóttu það sem eftir lifði leiks og varði Henryk Boedker markvörður Þróttara nokkrum sinnum vel. Á 82. mínútu gerði Bjarni Jóhannsson enn eina ofurskiptinguna þegar hann tók Þorvald Árnason útaf fyrir Magnús Björgvinsson. Það tók Magnús ekki nema fjórar mínútur að skora eftir að hann hafði fengið stungusendingu inn fyrir vörn Þróttar. Þegar komið var eina mínútu fram yfir venjulegan leiktíma bætti Arnar Már Björgvinsson við sínu öðru marki og niðurlægin Þróttara því alger. Frábær leikur hjá Stjörnunni en hinsvegar er ljóst að Gunnar Oddsson þarf að leita lausna á vanda Þróttaraliðsins. Stjörnumenn eru á toppnum að tveimur leikjum loknum með fullt hús stiga en Þróttur situr á botni deildarinnar án stiga. Þróttur -Stjarnan 0-60-1 Jóhann Laxdal (20.) 0-2 Halldór Orri Björnsson (28.) 0-3 Steinþór Freyr Þorsteinsson (45.) 0-4 Arnar Már Björgvinsson (67.) 0-5 Magnús Björgvinsson (86.) 0-6 Arnar Már Björgvinsson (91.) Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: 681 Dómari: Þorvaldur Árnason (7) Skot (á mark): 4-12 (3-10)Varin skot: Henryk 4 - Bjarni 2Horn: 5-5Aukaspyrnur fengnar: 12-8Rangstöður: 3-0 Þróttur (4-5-1) Henryk Boedker 5 Kristján Ómar Björnsson 3 Dennis Danry 4 Þórður Hreiðarsson 4 Birkir Pálsson 3 Andrés Vilhjálmsson 4 (61. Davíð Þór Rúnarsson 4) Haukur Páll Sigurðsson 3 Hallur Hallsson 3 Rafn Andri Haraldsson 4 Skúli Jónsson 3 (61. Morten Smidt 3) Hjörtur Hjartarson 4 (72. Trausti Eiríksson -) Stjarnan (4-5-1) Bjarni Þórður Halldórsson 6 Guðni Rúnar Helgason 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 6 Hafsteinn Rúnar Helgason 6 Jóhann Laxdal 6 (64. Arnar Már Björgvinsson 7)Steinþór Freyr Þorsteinsson 8 - maður leiksins Björn Pálsson 6 Birgir Hrafn Birgisson 7 Halldór Orri Björnsson 7 Þorvaldur Árnason 6 (82. Magnús Björgvinsson -)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Steinþór: Nú fer ég beint upp í skóla að læra Steinþór Freyr Þorsteinsson og félagar í Stjörnunni fóru illa með Þróttara í Laugardalnum í kvöld og unnu 6-0 stórsigur. Stjarnan hefur fullt hús eftir fyrstu tvær umferðir Pepsi-deildarinnar. 14. maí 2009 21:41 Gunnar Odds: Heppnir að tapa ekki stærra „Það er lítið hægt að segja eftir svona leik,“ sagði niðurlútur Gunnar Oddsson eftir að lærisveinar hans hlutu 6-0 skell á heimavelli sínum í kvöld gegn Stjörnunni. 14. maí 2009 22:27 Bjarni Jóh.: Þetta eru að verða karlmenn „Já þetta var ótrúlega sprækur leikur af okkar hálfu,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar að loknum 6-0 sigri sinna manna á Þrótti á Valbjarnarvelli. 14. maí 2009 21:43 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira
Steinþór: Nú fer ég beint upp í skóla að læra Steinþór Freyr Þorsteinsson og félagar í Stjörnunni fóru illa með Þróttara í Laugardalnum í kvöld og unnu 6-0 stórsigur. Stjarnan hefur fullt hús eftir fyrstu tvær umferðir Pepsi-deildarinnar. 14. maí 2009 21:41
Gunnar Odds: Heppnir að tapa ekki stærra „Það er lítið hægt að segja eftir svona leik,“ sagði niðurlútur Gunnar Oddsson eftir að lærisveinar hans hlutu 6-0 skell á heimavelli sínum í kvöld gegn Stjörnunni. 14. maí 2009 22:27
Bjarni Jóh.: Þetta eru að verða karlmenn „Já þetta var ótrúlega sprækur leikur af okkar hálfu,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar að loknum 6-0 sigri sinna manna á Þrótti á Valbjarnarvelli. 14. maí 2009 21:43