Lífið

Amnesty sýnir heimilarmyndina Poverty of Justice

Í tilefni herferðar Amnesty International „Krefjumst réttlætis", sem beinir sjónum að tengslum mannréttindabrota og fátæktar, verður heimildamyndin Poverty of Justice sýnd í Amnesty-bíó mánudaginn 18. maí og hefst sýningin kl. 20.00. Myndin verður sýnd í húsnæði deildarinnar að Þingholtsstræti 27, 3 hæð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þar segir ennfremur að heimildamyndin Poverty of Justice sé framleidd af Amnesty International í Bretlandi.

„Varpað er ljósi á hvernig fátækt snýst um skort á réttlæti. Í myndinni er að finna frásagnir fólks sem sætir mannréttindabrotum sem ýta undir og viðhalda fátækt. Myndin skiptist í þrjá hluta þar sem tekið er á ólíkum birtingarmyndum fátæktar og undirliggjandi mannréttindabrotum sem halda fólki í viðjum hennar.

Talað er við fólk sem býr án aðgangs að grunnþjónustu í hverfinu Deep Sea í Nairobi, höfuðborg Kenía. Íbúarnir þurfa iðulega að þola fyrirvaralausa nauðungarflutninga og eru jafnan hraktir af heimilum sínum að nóttu til, oft án þess að fá annað húsaskjól. Í öðrum hluta myndarinnar er talað við íbúa Ccarhuacc þorpsins í Perú, en þar deyja margar konur ár hvert af völdum vandkvæða á meðgöngu. Skortur og mismunun í aðgengi að heilsugæslu er meginorsök mæðradauða í þorpinu. Í síðasta hluta myndarinnar er talað við Lubicon Cree frumbyggja í Alberta-héraði í Kanada sem hafa glatað lífsviðurværi sínu vegna olíu- og gasvinnslu fyrirtækja á landssvæði þeirra. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.