Enski boltinn

Handtóku Anichebe fyrir meintan skartgripaþjófnað

Nordic Photos/Getty Images

Nígeríumaðurinn Victor Anichebe hjá Everton lenti í óskemmtilegri reynslu í gær þegar hann og vinur hans voru að skoða skartgripi inn um glugga á verslun á Englandi.

Þeir félagar voru stöðvaðir og síðar handteknir af lögreglu, sem taldi að þarna væru á ferðinni menn úr þjófagengi sem rænt hefur skartgripaverslanir á Englandi að undanförnu.

Anichebe og félagi hans tóku því eðlilega ekki vel að vera þjófkenndir og lentu í deilum við lögreglumennina með þeim afleiðingum að félaginn var færður í handjárn.

Anichebe er á hækjum eftir að hafa gengist undir aðgerð og sagt er að lögreglumennirnir hafi tekið aðra hækjuna af Anichebe til að passa að hann legði ekki á flótta.

Lögreglan hefur beðið Anichebe afsökunar á uppákomunni en framherjinn lýsti því yfir að hann hefði verið niðurlægður og kallaði aðgerðir lögreglunnar skrípaleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×