Innlent

Hlekkjuðu sig aftur við grindverk og vinnuvélar - sex handteknir

Mótmælendur hlekkjuðu sig einnig við hliðið um daginn og þá tók ljósmyndari Víkurfrétta þessa mynd.
Mótmælendur hlekkjuðu sig einnig við hliðið um daginn og þá tók ljósmyndari Víkurfrétta þessa mynd. MYND/Víkurfréttir

12 manna hópur úr samtökunum Saving Iceland hlekkjaði sig við grindverk og vinnuvélar á athafnasvæði fyrirhugaðs álvers við Helguvík í Reykjanesbæ og reyndi að hefta för starfsmanna inn á svæðið. Sex voru handteknir af lögreglu í morgun.

Sérsveitarmenn frá Ríkislögreglustjóra komu til aðstoðar og var búið að losa fólkið frá vinnuvélunum um níu leitið. Verið er að taka skýrslu af þeim, sem voru handteknir, og verður þeim að öllum líkindum sleppt að því loknu. Einhverjar tafir urðu á framkvæmdum í morogun, en fólkið er að mótmæla stóriðjuframkvæmdumá svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×