Forsætisráðherra boðar orku- og auðlindaskatta Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. september 2009 15:54 Jóhanna Sigurðardóttir segir misskiptingu hafa aukist í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Mynd/ Anton. Óhjákvæmilegt er að breyta um stefnu og leggja upp með meira jafnræði og réttlæti í skattkerfinu, sagði Jóhanna Sigurðardóttir á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Hún sagði að ríkisstjórnin hyggðist meðal annars í því skyni jafna hlutföll milli tekjuskatta og fjármagnstekjuskatta og innleiða orku, umhverfis- og auðlindaskatta. Jóhanna segir að hinir tekjuhærri verði að bera stærri hluta byrðanna. Skattheimtan verði að sönnu aukin vegna þess ástands sem Íslendingar glími við en eignaskattar- og erfðafjárskattar séu ekki inni í þeirri mynd. Mjög varlega verði einnig að fara í breytingar á óbeinum sköttum. Í ræðu sinni benti Jóhanna Sigurðardóttir á skýrslu sem birt verður á næstunni, um stöðu og þróun lykiltalna í þjóðarbúskapnum. Þar komi fram að þær breytingar á skattstofnun og skattprósentum sem gerðar voru í þágu atvinnulífsins og áttu ekki síst að laða að erlenda fjárfestingu á Íslandi, hafi nánast engu skilað í þeim efnum. „Áhugi erlendra aðila á fjárfestingum á Íslandi hefur hingað til nánast eingöngu átt við um stóriðju. Á undanförnum árum hafa Íslendingar hinsvegar í stórum stíl, flutt fjárfestingar sínar í erlend fjárfestingafélög og þau síðan fjárfest á Íslandi. Á sama tíma hefur ójöfnuður í tekjuskiptingu aukist verulega, meðal annars vegna minnkandi áhrifa skattkerfisins og bótagreiðslna á vegum ríkisins," sagði Jóhanna. Jóhanna sagði að árið 1993 hafi ríkustu 1% fjölskyldna landsins verið með um 4% hlutdeild í ráðstöfunartekjum. Árið 2007 hafi verið orðin alger umskipti því þá hafi 1% ríkustu fjölskyldnanna verið með um 20% ráðstöfunartekna. „Ekki nóg með það. 10% ríkustu fjölskyldna tvöfölduðu hlutdeild sína í ráðstöfunartekjunum á sama tíma og höfðu um 40% ráðstöfunartekna árið 2007. Aðrar íslenskar fjölskyldu, 90% fjölskyldna í landinu, skiptu 60% teknanna á milli sín árið 2007. Þetta eru ótrúlegar breytingar á skömmum tíma - og þær voru afleiðing markvissrar stefnu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, stefnu misskiptingar," sagði Jóhanna. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Óhjákvæmilegt er að breyta um stefnu og leggja upp með meira jafnræði og réttlæti í skattkerfinu, sagði Jóhanna Sigurðardóttir á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Hún sagði að ríkisstjórnin hyggðist meðal annars í því skyni jafna hlutföll milli tekjuskatta og fjármagnstekjuskatta og innleiða orku, umhverfis- og auðlindaskatta. Jóhanna segir að hinir tekjuhærri verði að bera stærri hluta byrðanna. Skattheimtan verði að sönnu aukin vegna þess ástands sem Íslendingar glími við en eignaskattar- og erfðafjárskattar séu ekki inni í þeirri mynd. Mjög varlega verði einnig að fara í breytingar á óbeinum sköttum. Í ræðu sinni benti Jóhanna Sigurðardóttir á skýrslu sem birt verður á næstunni, um stöðu og þróun lykiltalna í þjóðarbúskapnum. Þar komi fram að þær breytingar á skattstofnun og skattprósentum sem gerðar voru í þágu atvinnulífsins og áttu ekki síst að laða að erlenda fjárfestingu á Íslandi, hafi nánast engu skilað í þeim efnum. „Áhugi erlendra aðila á fjárfestingum á Íslandi hefur hingað til nánast eingöngu átt við um stóriðju. Á undanförnum árum hafa Íslendingar hinsvegar í stórum stíl, flutt fjárfestingar sínar í erlend fjárfestingafélög og þau síðan fjárfest á Íslandi. Á sama tíma hefur ójöfnuður í tekjuskiptingu aukist verulega, meðal annars vegna minnkandi áhrifa skattkerfisins og bótagreiðslna á vegum ríkisins," sagði Jóhanna. Jóhanna sagði að árið 1993 hafi ríkustu 1% fjölskyldna landsins verið með um 4% hlutdeild í ráðstöfunartekjum. Árið 2007 hafi verið orðin alger umskipti því þá hafi 1% ríkustu fjölskyldnanna verið með um 20% ráðstöfunartekna. „Ekki nóg með það. 10% ríkustu fjölskyldna tvöfölduðu hlutdeild sína í ráðstöfunartekjunum á sama tíma og höfðu um 40% ráðstöfunartekna árið 2007. Aðrar íslenskar fjölskyldu, 90% fjölskyldna í landinu, skiptu 60% teknanna á milli sín árið 2007. Þetta eru ótrúlegar breytingar á skömmum tíma - og þær voru afleiðing markvissrar stefnu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, stefnu misskiptingar," sagði Jóhanna.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira