Umfjöllun: Jafntefli í veðurofsa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. september 2009 15:00 Kjartan Ágúst Breiðdal skoraði mark Fylkis í dag. Mynd/Anton Fylkir og FH skildu í dag jöfn, 1-1, í lokaumferð Pepsi-deildar karla í einkennilegum leik í Árbænum í dag. Kjartan Ágúst Breiðdal skoraði mark Fylkis á fimmtándu mínútu leiksins en Atli Guðnason jafnaði metin á 34. mínútu. Ekkert var svo skorað í síðari hálfleik. Eins og víða á höfuðborgarsvæðinu var leikurinn heldur skrautlegur vegna veðurofsans sem gekk yfir á meðan leiknum stóð. Skiptist á með slyddu, snjókomu og haglélum en sólin lét svo sem sjá sig líka. Mjög hvasst var allan leikinn. Fylkismenn byrjuðu mun betur í leiknum og átti Ingimundur Níels Óskarsson skot í slá skömmu áður en Kjartan Ágúst skoraði mark Fylkismanna. Hann fékk góða sendingu inn fyrir vörn FH og afgreiddi knöttinn af öryggi í netið. Ólafur Páll Snorrasson, FH-ingur og fyrrum leikmaður Fylkis, hafði reyndar einnig fengið gott færi þegar hann var að sleppa í gegnum vörn Fylkis. Ólafur Þór Gunnarsson sá þó við honum. Um miðbik hálfleiksins fóru Íslandsmeistararnir að taka völdin í leiknum og áttu FH-ingar skot í stöng og slá með stuttu millibili. En Fylkisvörninni tókst ekki að stöðva glæsilegt þríhyrningsspil þeirra Atla Guðnasonar og Matthíasar Vilhjálmssonar sem lauk með því að Atli lék á Ólaf Þór og renndi boltanum í autt markið. Leikar voru nokkuð jafnir í síðari hálfleik en það voru þó heimamenn sem gerðu sig lengst af líklegri til að skora sigurmark leiksins. FH-ingar fengu þó hættulegasta færið þegar að Atli Viðar Björnsson átti skot í stöng úr erfiðri stöðu í uppbótartíma leiksins. Annars ber að hrósa leikmönnum fyrir að hafa gert sitt allra besta til að bjóða þeim áhorfendum sem létu sig hafa það að horfa á leikinn upp á fyrirtaksskemmtun. Þetta var langt í frá versti leikur sumarsins.Fylkir - FH 1-1 1-0 Kjartan Ágúst Breiðdal (15.) 1-1 Atli Guðnason (34.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 866 Dómari: Magnús Þórisson (5)Skot (á mark): 13-12 (4-7)Varin skot: Ólafur 4 - Gunnar 1.Horn: 4-5Aukaspyrnur fengnar: 16-12Rangstöður: 8-3Fylkir (4-3-3): Ólafur Þór Gunnarsson 7 Davíð Þór Ásbjörnsson 6 Kristján Valdimarsson 7 Einar Pétursson 6 Tómas Þorsteinsson 6 Ólafur Ingi Stígsson 6 (90. Ásgeir Örn Arnþórsson -) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5Andrés Már Jóhannesson 7 - maður leiksins Ingimundur Níels Óskarsson 5 Kjartan Ágúst Breiðdal 7 (87. Kjartan Andri Baldvinsson -) Pape Mamadou Faye 5 (60. Jóhann Þórhallsson 5)FH (4-3-3): Gunnar Sigurðsson 6 Pétur Viðarsson 6 (90. Brynjar Benediktsson -) Dennis Siim 6 Tommy Nielsen 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Davíð Þór Viðarsson 6 Tryggvi Guðmundsson 6 (78. Björn Daníel Sverrisson -) Matthías Vilhjálmsson 7 Ólafur Páll Snorrason 5 (78. Alexander Toft Söderlund -) Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - FH. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur: Hefðum átt að vinna Ólafur Þórðarson segir að sínir menn í Fylki hefðu átt skilið að vinna leikinn gegn FH í dag en honum lauk með 1-1 jafntefli. 26. september 2009 19:24 Heimir: Nokkuð sáttur Heimir Guðjónsson segir að FH-ingar fari sáttir inn í veturinn eftir 1-1 jafntefli gegn Fylki í dag. 26. september 2009 19:39 Ólafur Ingi: Skrýtin tilfinning Ólafur Ingi Stígsson, fyrirliði Fylkis, sagði það skrýtna tilfinningu að hafa lokið sínum síðasta knattspyrnuleik á ferlinum. Hann lagði skóna á hilluna eftir 1-1 jafntefli Fylkis gegn FH í dag. 26. september 2009 19:08 Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Fylkir og FH skildu í dag jöfn, 1-1, í lokaumferð Pepsi-deildar karla í einkennilegum leik í Árbænum í dag. Kjartan Ágúst Breiðdal skoraði mark Fylkis á fimmtándu mínútu leiksins en Atli Guðnason jafnaði metin á 34. mínútu. Ekkert var svo skorað í síðari hálfleik. Eins og víða á höfuðborgarsvæðinu var leikurinn heldur skrautlegur vegna veðurofsans sem gekk yfir á meðan leiknum stóð. Skiptist á með slyddu, snjókomu og haglélum en sólin lét svo sem sjá sig líka. Mjög hvasst var allan leikinn. Fylkismenn byrjuðu mun betur í leiknum og átti Ingimundur Níels Óskarsson skot í slá skömmu áður en Kjartan Ágúst skoraði mark Fylkismanna. Hann fékk góða sendingu inn fyrir vörn FH og afgreiddi knöttinn af öryggi í netið. Ólafur Páll Snorrasson, FH-ingur og fyrrum leikmaður Fylkis, hafði reyndar einnig fengið gott færi þegar hann var að sleppa í gegnum vörn Fylkis. Ólafur Þór Gunnarsson sá þó við honum. Um miðbik hálfleiksins fóru Íslandsmeistararnir að taka völdin í leiknum og áttu FH-ingar skot í stöng og slá með stuttu millibili. En Fylkisvörninni tókst ekki að stöðva glæsilegt þríhyrningsspil þeirra Atla Guðnasonar og Matthíasar Vilhjálmssonar sem lauk með því að Atli lék á Ólaf Þór og renndi boltanum í autt markið. Leikar voru nokkuð jafnir í síðari hálfleik en það voru þó heimamenn sem gerðu sig lengst af líklegri til að skora sigurmark leiksins. FH-ingar fengu þó hættulegasta færið þegar að Atli Viðar Björnsson átti skot í stöng úr erfiðri stöðu í uppbótartíma leiksins. Annars ber að hrósa leikmönnum fyrir að hafa gert sitt allra besta til að bjóða þeim áhorfendum sem létu sig hafa það að horfa á leikinn upp á fyrirtaksskemmtun. Þetta var langt í frá versti leikur sumarsins.Fylkir - FH 1-1 1-0 Kjartan Ágúst Breiðdal (15.) 1-1 Atli Guðnason (34.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 866 Dómari: Magnús Þórisson (5)Skot (á mark): 13-12 (4-7)Varin skot: Ólafur 4 - Gunnar 1.Horn: 4-5Aukaspyrnur fengnar: 16-12Rangstöður: 8-3Fylkir (4-3-3): Ólafur Þór Gunnarsson 7 Davíð Þór Ásbjörnsson 6 Kristján Valdimarsson 7 Einar Pétursson 6 Tómas Þorsteinsson 6 Ólafur Ingi Stígsson 6 (90. Ásgeir Örn Arnþórsson -) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5Andrés Már Jóhannesson 7 - maður leiksins Ingimundur Níels Óskarsson 5 Kjartan Ágúst Breiðdal 7 (87. Kjartan Andri Baldvinsson -) Pape Mamadou Faye 5 (60. Jóhann Þórhallsson 5)FH (4-3-3): Gunnar Sigurðsson 6 Pétur Viðarsson 6 (90. Brynjar Benediktsson -) Dennis Siim 6 Tommy Nielsen 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Davíð Þór Viðarsson 6 Tryggvi Guðmundsson 6 (78. Björn Daníel Sverrisson -) Matthías Vilhjálmsson 7 Ólafur Páll Snorrason 5 (78. Alexander Toft Söderlund -) Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - FH.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur: Hefðum átt að vinna Ólafur Þórðarson segir að sínir menn í Fylki hefðu átt skilið að vinna leikinn gegn FH í dag en honum lauk með 1-1 jafntefli. 26. september 2009 19:24 Heimir: Nokkuð sáttur Heimir Guðjónsson segir að FH-ingar fari sáttir inn í veturinn eftir 1-1 jafntefli gegn Fylki í dag. 26. september 2009 19:39 Ólafur Ingi: Skrýtin tilfinning Ólafur Ingi Stígsson, fyrirliði Fylkis, sagði það skrýtna tilfinningu að hafa lokið sínum síðasta knattspyrnuleik á ferlinum. Hann lagði skóna á hilluna eftir 1-1 jafntefli Fylkis gegn FH í dag. 26. september 2009 19:08 Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Ólafur: Hefðum átt að vinna Ólafur Þórðarson segir að sínir menn í Fylki hefðu átt skilið að vinna leikinn gegn FH í dag en honum lauk með 1-1 jafntefli. 26. september 2009 19:24
Heimir: Nokkuð sáttur Heimir Guðjónsson segir að FH-ingar fari sáttir inn í veturinn eftir 1-1 jafntefli gegn Fylki í dag. 26. september 2009 19:39
Ólafur Ingi: Skrýtin tilfinning Ólafur Ingi Stígsson, fyrirliði Fylkis, sagði það skrýtna tilfinningu að hafa lokið sínum síðasta knattspyrnuleik á ferlinum. Hann lagði skóna á hilluna eftir 1-1 jafntefli Fylkis gegn FH í dag. 26. september 2009 19:08