Innlent

Ung vinstri græn vilja heimila hústökur

Jan Eric Jessen nýr formaður UVG.
Jan Eric Jessen nýr formaður UVG.
Ung vinstri græn hvetja Alþingi til að mynda lagalega umgjörð til að heimila hústökur. Þau vilja að ákveðnum skilyrðum uppfylltum verði löglegt að taka yfir hús hafi það staðið autt í 12 mánuði og ljóst þyki að eigandi þess ætli ekki að nota það í nánustu framtíð. Þetta er meðal þeirra ályktana sem samþykktar voru á landsfundi hreyfingarinnar um síðustu helgi.

Á fundinum var Jan Eric Jessen kjörinn nýr formaður og Guðrún Axfjörð Elínardóttir varaformaður.

Ung vinstri græn vilja aukinheldur forgangsraða í ríkisfjármálum og tryggja samfélagslegt öryggi, úrsögn Íslands úr Atlantshafsbandalaginu, að stefnt verði að aðskilnaði ríkis og kirkju, að stjórnvöld beiti sér fyrir austurrísku leiðinni og að þeir sem báru ábyrgð á á bankahruninu sæti ábyrgð og eftir atvikum refsingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×