Álfheiður bað sjálfstæðismenn afsökunar 24. mars 2009 14:45 Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, bað Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins og aðra þingmenn flokksins, afsökunar á þeim ummælum sínum, að þeir væru ekki að vinna vinnuna sína. Ummæli Álfheiðar féllu í umræðum um störf þingsins á Alþingi. Þingmenn tókust harkalega á, en meðal annars var rifist um hversu lengi þingið skyldi starfa þennan daginn. Fram kom hjá Arnbjörgu Sveinsdóttur að þingmenn Sjálfstæðisflokksins vildu ekki að þingfundur stæði lengur en til miðnættis. Sjálfstæðismenn sögðu að á dagskrá væru fjölmörg óþörf mál sem snertu ekki hagsmuni fyrirtækja og heimila í landinu. Aftur á móti töldu stjórnarþingmenn að um mörg samkomulagsmál væri að ræða þannig að þingfundur ætti að geta gengið eðlilega fyrir sig. Þegar þingfundur hófst voru 26 mál á dagskrá. Álfheiður sakaði sjálfstæðisþingmenn um leti, að þeir nenntu ekki að vinna vinnuna sína. Ragnheiður Ríkharðsdóttir brást ókvæða við og mótmælti. Hún hefði ekki svikist undan vinnu frá því að hún var kjörin á þing og krafðist afsökunarbeiðni. Álfheiður tók til máls að nýju. Hún sagði að sér hefði hlaupið kapp í kinn í umræðunni. Sér væri bæði ljúft og skylt að biðja Ragnheiði og aðra sjálfstæðismenn afsökunar á ummælum sínum. ,,Hvers konar vitleysa er þetta?" Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að almenningur í landinu bíði eftir því Alþingi ljúki afgreiðslu brýnna mála. Hann sagði þingmönnum væri engin vorkunn að þurfa að vinna sig í gegnum þau mál sem væru á dagskrá. ,,Hvers konar vitleysta er þetta?" spurði Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og kallaði Árna Pál fjölmiðlafulltrúa forsætisráðherra. ,,Hér ægir öllu saman. Inn á milli eru vissulega brýn mál," sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og bætti við að flokkur sinn vildi gjarnan taka þátt í afgreiðslu þeirra. ,,Meirihluti þessara mála eru ekki í neinu samræmi við þann efnahagsvanda sem við stöndum frammi fyrir." Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, bað Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins og aðra þingmenn flokksins, afsökunar á þeim ummælum sínum, að þeir væru ekki að vinna vinnuna sína. Ummæli Álfheiðar féllu í umræðum um störf þingsins á Alþingi. Þingmenn tókust harkalega á, en meðal annars var rifist um hversu lengi þingið skyldi starfa þennan daginn. Fram kom hjá Arnbjörgu Sveinsdóttur að þingmenn Sjálfstæðisflokksins vildu ekki að þingfundur stæði lengur en til miðnættis. Sjálfstæðismenn sögðu að á dagskrá væru fjölmörg óþörf mál sem snertu ekki hagsmuni fyrirtækja og heimila í landinu. Aftur á móti töldu stjórnarþingmenn að um mörg samkomulagsmál væri að ræða þannig að þingfundur ætti að geta gengið eðlilega fyrir sig. Þegar þingfundur hófst voru 26 mál á dagskrá. Álfheiður sakaði sjálfstæðisþingmenn um leti, að þeir nenntu ekki að vinna vinnuna sína. Ragnheiður Ríkharðsdóttir brást ókvæða við og mótmælti. Hún hefði ekki svikist undan vinnu frá því að hún var kjörin á þing og krafðist afsökunarbeiðni. Álfheiður tók til máls að nýju. Hún sagði að sér hefði hlaupið kapp í kinn í umræðunni. Sér væri bæði ljúft og skylt að biðja Ragnheiði og aðra sjálfstæðismenn afsökunar á ummælum sínum. ,,Hvers konar vitleysa er þetta?" Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að almenningur í landinu bíði eftir því Alþingi ljúki afgreiðslu brýnna mála. Hann sagði þingmönnum væri engin vorkunn að þurfa að vinna sig í gegnum þau mál sem væru á dagskrá. ,,Hvers konar vitleysta er þetta?" spurði Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og kallaði Árna Pál fjölmiðlafulltrúa forsætisráðherra. ,,Hér ægir öllu saman. Inn á milli eru vissulega brýn mál," sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og bætti við að flokkur sinn vildi gjarnan taka þátt í afgreiðslu þeirra. ,,Meirihluti þessara mála eru ekki í neinu samræmi við þann efnahagsvanda sem við stöndum frammi fyrir."
Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira