Innlent

Níu af tíu segja ekki nóg gert

Mynd/Anton Brink

Ríflega 91 prósent þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun sem unnin var af Capacent Gallup fyrir ASÍ telur stjórnvöld þurfa að gera meira til að mæta greiðsluvanda heimilanna.

Aðeins 8,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni telja stjórnvöld hafa gert nóg til að mæta vanda heimilanna, að því er fram kemur á vef ASÍ.

Af þeim sem sögðust sjálfir hafa nýtt sér úrræði sem í boði eru sögðu 63 prósent að úrræðin hafi ekki dugað til. Þá sögðust tæplega 39 prósent hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu heimila sinna á næstu mánuðum. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×